Silken Platja d'Aro
Vefsíða hótels

Silken Platja d'Aro er glæsilegt 4 stjörnu hótel í skandinavískum stíl. Staðsetningin er góð, um 450 m frá ströndinni og í miðbæ Platja d'Aro. Garðurinn er rúmgóður en með lítilli sundlaug. Skemmtilegt útisvæði er við sundlaugina þar sem hægt er að setjast niður, slaka á og fá sér drykk og snarl. Morgunverðarhlaðborðið er virkilega gott.
Herbergin eru fallega innréttuð og hægt er að velja um tvíbýli standard og með sundlaugarsýn. Þau eru öll með svölum. Einnig eru í boði skemmtileg herbergi á jarðhæð með verönd með sólbekkjum og borði og stólum. Þaðan er beint aðgengi út í sundlaugargarðinn. Öll herbergi eru með loftkælingu. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Sjónvarp, öryggishólf og snyrtivörur á baðherbergjum.
Fjarlægðir
- Frá strönd: 6 mín gangur
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Sundlaugabar
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður