Sol Don Pablo, Torremolinos
Vefsíða hótels

Sol Don Pablo hótelið er glæsilegt og fjölskylduvænt hótel á strandlengjunni í Torremolinos. Frábær staðsetning, rétt við göngugötuna. Stutt í skemmtigarða, golfið og fjörið á ströndinni.
Á hótelinu eru 443 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Hönnun herbergjanna er nútímaleg, veggir og húsgögn eru í björtum litum en þó er stutt í bláa tóna sem eru einkennandi fyrir Miðjarðarhafsstílinn. Parket er á gólfum og gerir það vistarverurnar hlýlegar. Herbergin eru rúmgóð og með góðum svölum. Á öllum herbergjum eru loftkæling, internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, sími, míníbar og skrifborð. Svalir eru með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka, snyrtispegill og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu eru veitingastaðir og barir svo gestir hafa ýmsa valkosti þegar kemur að því að skipuleggja kvöldin með fjölskyldu eða vinum. Hlaðborðin á veitingastöðunum svigna undan alþjóðlegum og spænskum kræsingum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Matreiðslufólk leikur listir sýnar í borðsalnum. Nokkrir barir eru á hótelinu, meðal annars sundlaugarbar sem býður upp á snarl yfir daginn, kokteilabar og vínbar.
Hótelkeðjan er með nokkur stór hótel á svæðinu en aðstaða þeirra er opin fyrir gesti á öllum hótelunum. Hótelgarðurinn er því gríðarstór og umkringdur görðum og gróðri sem gerir umhverfi hótelsins mjög heillandi. Fjölmargar útisundlaugar og nuddpottar eru á svæðinu, þar á meðal barnasundlaugar og leiksvæði.
Góð aðstaða til líkamsræktar er á hótelinu og tennisvöllur en einnig er upphituð sundlaug inni á hótelinu og heilsulind þar sem hægt er að slaka á og panta meðferðir. Hægt er að leika borðtennis, spila keiluleiki og eins eru svæði til að iðka ýmsar hópíþróttir, svo sem hafnabolta, körfubolta eða fótbolta. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu. Ýmis skemmtidagskrá er í boði, bæði á daginn og á kvöldin þegar settir eru upp söngleikir, sýnd skemmtiatriði og lifandi tónlist er flutt.
Staðsetning hótelsins er frábær en aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga niður í miðbæ Torremolinos. Allt um kring eru verslanir, veitingastaðir, kaffihús og barir og svo er stutt í fjörið á ströndinni og í skemmtigörðum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 6 km
- Strönd: 200 m frá Bajondillo Beach
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður