Somont
Vefsíða hótels

Hótel Somont er fallegt fjögurra stjörnu hótel, ofarlega í bænum Selva. Það er frábærlega vel staðsett við skíðabrekku sem liggur frá einu stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ að Champinoi skíðakláfnum.
Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum. Miðbærinn er rétt hjá þannig að staðsetningin gerist vart betri.
Frá skíðageymslu hótelsins er tekin sér-lyfta að skíðabrautinni sem liggur framhjá hótelinu, svo það er ekki hægt að hafa það þægilegra.
Á Somont er gestamóttaka, falleg setustofa með arni, veitingasalur og bar.
Glæsilegt heilsusvæði er á hótelinu með innisundlaug, sólbekkjum, tyrknesku baði, nuddpotti, sauna og hvíldaraðstöðu. Aðgangur að því er innifalinn í verði.
Herbergin heita Comfort og eru um 26 m². Þau eru öll rúmgóð tveggja manna herbergi. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum.
Á hótel Somont er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 192 km
- Frá miðbæ: Í göngufæri - 5 mínútur
- Frá skíðalyftu: 50 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug: Innisundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði