Somont

Vefsíða hótels

Hótel Somont er fallegt  fjögurra stjörnu hótel, ofarlega í bænum Selva. Það er frábærlega vel staðsett við skíðabrekku sem liggur frá einu stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.

Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum. 10 mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
Tekin er lyfta frá skíðageymslunni uppá skíðabrautina sem liggur framhjá hótelinu.
 
Á Somont er gestamóttaka, falleg setustofa með arni, veitingasalur og bar. Hótelið, sem var um árabil 3ja stjörnu hótel,  hefur fengið andlitslyftingu og státar nú af 4 stjörnum. 
Heil hæð er komin ofan á hótelið og búið að stækka veitingasalinn.
 
Glæsilegt heilsusvæði er á hótelinu með innisundlaug, sólbekkjum, tyrknesku baði, nuddpotti, sauna og hvíldaraðstöðu. Aðgangur að því er innifalinn í verði. 

Vita er með samning um þrjár gerðir herbergja:
Superior, Comfort og Junior suite.

Tvíbýli  - Comfort, er 26 m²
Rúmgóð tveggja manna  herbergi í fallegum alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, nettengingu (gegn greiðslu), öryggishólfi, ísskáp og svölum.

Tvíbýli – Superior (Sasslong) er 27 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fjallakofa eða alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, skrifborði, öryggishólfi, ísskáp og svölum eða verönd.

Tvíbýli – Junior Suitee 32 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fallegum alpastíl. Svíturnar eru parketlagðar, allar með sturtu og hárþurrku, setkrók eða sófa,  síma, sjónvarpi, skrifborði, öryggishólfi og svölum.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Á hótel Somont er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.

Ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel í ferðalok. Skatturinn er 3 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018. 
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 192 km
 • Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
 • Skíðalyfta: 50 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
 • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun