Sonesta ES Suites, Orlando
Vefsíða hótels

Íbúðir eru 146, mjög rúmgóðar (50-70fm) og ýmist með einu svefnherbergi eða tveimur. Eins herbergis íbúðirnar eru með svefnrými fyrir fjóra en í tveggja svefnherbergja íbúðunum geta allt að átta gist í einu. Í tveggja herbergja íbúðunum eru einnig tvö baðherbergi. Gólf eru úr viði eða flísalögð og þrifið er daglega. Í öllum íbúðum er fullbúið eldhús með helluborði, uppþvottavél, stórum ísskáp, kaffivél, örbylgjuofni og brauðrist, kapalsjónvarp með úrvali stöðva, ókeypis þráðlaus netaðgangur, hárþurrka, strauborð og straujárn.
Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði og á móttökubarnum kemur fólk saman og fær sér svalandi drykki auk þess sem barinn býður upp á "sælustund" frá klukklan 17:30-19:00 daglega. Í the Shoppe, sem er opin allan sólarhringinn, er hægt að kaupa ýmiss konar nasl, sælgæti, drykki, hreinlætisvörur o.fl. Í íbúðunum er einnig að finna langan lista yfir veitingahús í nágrenninu og starfsfólk hótelsins telur ekki eftir sér að veita nánari upplýsingar og meðmæli.
Í hótelgarðinum er upphituð sundlaug auk barnalaugar. Líkamsræktarstöð með öllum græjum er opin allan sólarhringinn. Þvottaaðstaða er á hótelinu og þurrhreinsun skilar af sér samdægurs. Viðskiptasetur með tölvum, faxi og senda- og prentþjónustu er opið allan sólarhringinn. Bílastæði eru gestum að kostnaðarlausu.
Marga fýsir eflaust að komast í Disney World en þangað eru ókeypis skutluferðir frá hótelinu og einnig í Orlando Universal-skemmtigarðinn og Sea World. Þá stansar I-Ride sporvagninn við hótelið og flytur fólk á ýmsa skemmtilega staði sem of langt yrði upp að telja. Sporvagninn gengur frá kl. 8.00 á morgnana til kl. 10:30 á kvöldin. Eitt er víst að gestir Sonesta ES Suites þurfa ekki að láta sér leiðast.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km frá Orlando flugvelli
- Miðbær: 8 km
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Sundlaug
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Hárþurrka
- Ísskápur
- Kaffivél
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf: Gegn gjaldi