Sport Hotel Pampeago, Val di Fiemme
Vefsíða hótels

Sporthotel Pampeago er gott 3ja stjörnu skíðahótel í 1.750 metra hæð, vel staðsett í 30 - 40 metra göngufæri frá skíðalyftunum. Hótelið er staðsett á skíðasvæðinu, fjarri bæjarlífi og sækir fólk því alla þjónustu á hótelið.
Á hótelinu er gestamóttaka með stórri setustofu, veitingasalur og skemmtistaður, þar sem reglulega er boðið upp á lifandi tónlist. Við hlið hótelsins er matsölustaður með sjálfsafgreiðslu og þar borða margir í hádeginu. Á neðri hæðinni er sjónvarpssalur með stórum skjá, borðtennis og biljarð. Þar er líka líka upphituð innisundlaug, tækjasalur, sauna og tyrkneskt gufubað. Einnig er hægt að panta nudd.
Á hótelinu eru 93 herbergi sem taka tvo til fjóra gesti. Fjögurra manna herbergin eru fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Í þeim eru hjónarúm og kojur fyrir börnin og sængur í rúmum. Herbergin eru með sjónvarpi, síma, hárþurrku, öryggishólfi og baðherbergi með sturtu eða baði. Skápar og baðherbergi eru fremur lítil. Hægt er að tengjast þráðlausu neti hótelsins án endurgjalds.
Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.
Hótelið er mjög barnvænt en þarna er leikherbergi fyrir börn og boðið er upp á barnagæslu á daginn. Skíðageymsla er í boði fyrir gesti. Skáparnir eru ekki læstir en hægt er að fá lás gegn gjaldi (5 evrur).
Hótelið er með hálfu fæði.
Einfalt hótel og án alls íburðar en fær ágætis einkunn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 155 km
- Skíðalyfta: 40 m
- Miðbær: 10 mín akstur
- Veitingastaðir: Á hótelinu
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Sundlaug: Innisundlaug
- Herbergi: Herbergi taka 2 til 4. Kojur eru í 4 manna herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði