Sporthotel Romantic Plaza, Madonna
Vefsíða hótels

Sporthotel Romantic Plaza er 4ra stjörnu hótel við efra torgið í miðbæ Madonna og örstutt í skíðalyftur. Fín herbergi, góður matur og frábær staðsetning. Um 5-7 mín. gangur er í næsta skíðakláf.
Nokkrar gerðir herbergja eru á Romantic Plaza.
Icelandair VITA er með samning um "Comfort", "Supeiror", "Relax" og "Natura" herbergi. Á vefsíðu hótelsins eru bæði myndir og lýsing af herbergjunum, en herbergi eru misjöfn að stærð og ekki öll eins.
Á öllum herbergjum er sjónvarp, internet, smábar (ef óskað er), öryggishólf og svalir eru á sumum herbergjum en þó ekki öllum. Á baðherbergi er hárþurrka, sloppar og inniskór.
Í glæsilegri heilsulindinni eru innilaug, heitur pottur og sauna, auk fjölda vel valinna nudd- og dekurmeðferða. Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn. Nudd- og dekurmeðferðir er hægt að panta gegn gjaldi.
Veitingahúsið leggur áherslu á ferskan mat úr nágrenninu og fjölbreytileikan en hægt er að velja um að vera með morgunmat innifalinn eða hálft fæði. Á barnum er hægt að njóta aprés-ski stemningar.
Skíðageymslan er með hitarörum fyrir skíðaskóna. Ekki eru sérstakir skíðaskápar fyrir hvert herbergi, heldur eru þau geymd í stóru opnu rými.
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi ferðir til og frá flugvelli í Verona og skíðapoka.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 150 km
- Frá miðbæ: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Frá skíðalyftu: 5-7 mínútna gangur er að 5-laghi express
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Gufubað
- Sundlaug: Innisundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
Vistarverur
- Minibar
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Baðsloppar
Fæði
- Hálft fæði