fbpx Suites del mar by Melia, Alicante | Vita

Suites del mar by Melia
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Suites del Mar by Melia er mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í Alicante þar sem hótelgestir hafa tækifæri á að upplifa samtímis  allt það sem ströndin hefur upp á að bjóða og ys og þys borgarlífsins.

Hótelið stendur við smábátahöfnina og er því útsýnið óviðjafnanlegt til allra átta, hvort sem horft er yfir höfnina, hafið eða mannlífið. Við hliðina á hótelinu er hótel SPA Porta Maris by Melia en tilheyra þessi hótel sömu hótelkeðju. Sameiginleg móttaka er fyrir þau bæði og deila hótelgestir sumu af því sem boðið er upp á en þó ekki öllu.

Aðstaðan er mjög góð og má þar nefna sundlaug, sólbaðsaðstaða og spa svo eitthvað sé nefnt. Móttakan er opin allan sólarhringinn og morgunverður er borinn fram  á veitingastaðnum Llum de Mar en þar er tilvalið að byrja daginn með því að njóta fagurs útsýnis á meðan morgunverður er snæddur. Herbergin á hótelinu eru junior svítur og eru annað hvort með útsýni yfir höfnina eða sjávarsýn. Öll herbergin eru rúmgóð, nýtískulega hönnuð og búin nútímaþægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og kaffivél (Nespresso). Inni á herbergjum er einnig strandarhandklæði, sloppur og inniskór sem hótelgestir geta haft afnot af á meðan dvöl stendur

Í næsta nágrenni má finna verslanir, veitingastaði og áhugaverða staði. Uppi á hæðinni fyrir ofan blasir svo kastalinn við í öllu sínu veldi og setur fallegan svip á borgina þar sem hið gamla og nýja mætast. 

Fjarlægðir

  • Frá miðbæ: Í göngufæri - 5 mínútur
  • Frá strönd: Við ströndina
  • Frá flugvelli: 13,2 km.
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Nettenging
  • Sundlaug
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Minibar
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun