fbpx Suitopia. Fallegt hótel. Góður staður. Nálægt strönd í Calpe

Suitopía Sol Y Mar, Calpe
4 stars

Vefsíða hótels

Suitopía Sol y mar íbúðir eru á frábærum stað við ströndina í miðbæ Calpe. Mikið er lagt upp úr fallegri umgjörð. Hótelið er fjölskylduvænt með úrval af afþreyingu fyrir börnin. 

Vistarverur skiptast í tveggja manna herbergi og svo 75 fermetra svítur sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru nýtískulegar og stílhreinar, í hvítum litum en einstaka veggir eru klæddir með ljósum við og áklæði er í mildum litum. Flísar eru á gólfum. LED-ljós eru stillanleg og því auðvelt að skapa óskastemninguna með réttri lýsingu. Öll nútímaþægindi eru til staðar eins og stillanleg loftkæling og upphitun, 40 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf og smábar. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka ,baðvörur og ýmist baðkar eða sturta.  Í svítunum er einnig sjónvarp bæði í svefnherbergi og stofu, tvöföld sturta á baðherbergjum og við þær er 20 fermetra verönd búin húsgögnum. Ókeypis þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu.

Veitingastaðurinn býður upp á úrval rétta af hlaðborði þar sem ávallt er lögð áhersla á ferskasta fáanlega hráefni og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Á setustofubarnum fást samlokur og snarl auk fljótandi veitinga. Á efstu hæðinni, þeirri þrítugustu, er Sky Lounge barinn með óþrjótandi úrvali kokteila og ómótstæðilegu útsýni yfir Ifach-klett og út á haf. 
Heilsulind er í hótelinu með líkamsræktaraðstöðu, heitum pottum og nudd- og líkamsmeðferðum.
Í hótelgarðinum eru sundlaugar fyrir börn og fullorðna, samtals 1.000 fermetrar. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með sólbekkjum og sólhlífum og alltaf er hægt að fá sér snarl og svalandi drykki á sundlaugarbarnum. 
Mikið er lagt upp úr að huga að þörfum yngri fjölskyldumeðlimanna. Allar svítur eru með barnalæsingu á hurðum, gluggum og innstungum. Krakkaklúbbur er starfræktur og eru leiksvæði og afþreying miðuð við mismunandi aldurshópa. Tvær laugar eru fyrir börnin, busllaug og rennibrautalaug. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er kjörbúð og þvottahús með þvottavélum, þurrkurum og strauborðum. 

Suitopía er á frábærum stað í miðbænum, með verslanir, veitingastaði og fjörugt mannlíf allt um kring og aðeins 50 metra frá ströndinni í Calpe. Mikið er af skemmtilegum hjólaleiðum í nágrenninu og í hótelinu er hjólaleiga og góð hjólageymsla. Stutt er í golf og aðra afþreyingu. 

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 78 km
 • Miðbær: Frábær staðsetning nálægt miðbæ Calpe
 • Strönd: 50 m
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Sturta: Ýmist sturta eða baðkar
 • Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn tryggingargjaldi
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að sérpanta

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Fullt fæði
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun