fbpx Sunny Village - á góðum stað - Enska ströndin

Sunny Village, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels

Einföld og þægileg íbúðasamstæða á einstaklega góðum stað á Ensku ströndinni, rétt við Yumbo-verslunarmiðstöðina. Veitingastaðir, barir og verslanir í götunum í kring.

10 mínútna gangur er niður á ströndina. 

Sunny Village samanstendur af 32 smáhýsum með einu svefnherbergi, stofu og eldhúskrók, og rúma þau allt að þrjá einstaklinga. Alls staðar er verönd með húsgögnum. Innréttingar eru einfaldar, í mismunandi litum og stíl. Flísar eru á gólfum. Loftkæling er í öllum smáhýsunum og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum. Í eldhúskrók er ísskápur, helluborð, örbylgjuofn, brauðrist og kaffivél og að sjálfsögðu fylgja öll nauðsynleg eldhúsáhöld. Öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta og hárþurrka fæst gegn gjaldi. 

Í hótelgarðinum er sundlaug og heitur pottur. Í kringum laugina er ágætis sólbaðsaðstaða með nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Á sundlaugarbarnum er hægt að njóta morgunverðar undir beru lofti. Yfir daginn og fram á kvöld er þar hægt að gæða sér á léttu snarli og öllum gerðum af svalandi drykkjum. 

Í gestamóttökunni er hægt að leigja bíl og skipta gjaldeyri. Starfsfólk aðstoðar við miðakaup og veitir upplýsingar um afþreyingu og fleira. Móttaka er lokuð að næturlagi.

Sunny Village er þægileg og einföld íbúðasamstæða með öllum helstu nauðsynjum. Staðsetningin er frábær, mitt á Ensku ströndinni, 100 metra frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni.
Barir, veitingastaðir og verslanir með iðandi lífi og fjöri er allt um kring. Stutt er í afþreyingu af öllum gerðum, meðal annars er aðeins rúmur kílómetri í Maspalomas-golfvöllinn.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 34 km
 • Miðbær: 100 metra frá Yumbo-verslunarmiðstöðinni.
 • Strönd: Í göngufæri við Ensku ströndina
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Íbúðir
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Hárþurrka: Gegn gjaldi

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun