fbpx Tallink hotel Riga | Vita

Tallink hotel Riga
 stars

Vefsíða hótels

Glænýtt 4ra stjörnu hótel, með 256 herbergjum á 6 hæðum. Hótelið  opnaði 15. apríl 2010 og er mjög nýtískulegt. Allur arkitektúr og hönnun eru nútímaleg og smart. Hótelið er um 5 mín gang frá gamla bænum þar sem stutt er í verslanir, veitingastaði og aðra afþreyingu.

Gengið er inní fallega gestamóttölu og til vinstri handar er mjög flottur bar, með þægilegum sófum. 
Innaf gestamóttöku er vindlaherbergi þar sem gestir geta reykt.  Veitingasalurinn er flottur eins og annað á þessu hótel og þar er einnig kaffihús fyrir gesti og gangandi. Ókeypis aðgangur er að sauna baði og tækjasal fyrir hádegi, en greiða þarf fyrir þessa þjónustu á öðrum tímum dagsins.

Herbergi eru frekar lítil, og lagt uppúr fallegum litasamsetningum.  Baðherbergin eru falleg með litríkum mósaik flísum, öll með sturtu. Herbergin eru öll teppalögð, loftkæld (upphituð) með síma, flatskjá, smábar, hárþurrku og öryggishólfi. Frítt, þráðlaust net er á öllu hótelinu og að auki er tölva í gestamóttöku.

Fínt hótel bæði fyrir einstaklinga og hópa.

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 30 km
  • Miðbær: 5 mín gangur í gamla bæinn
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun