THB Flora, Puerto del Carmen
Vefsíða hótels

THB Flora hótelið er heillandi og vinalegt íbúðahótel í hjarta Puerto del Carmen. Heilsulind, góður matur og stutt í golfið!
Á hótelinu eru 205 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og litlar svítur. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar með flísum á gólfum og klassískum en fallegum húsgögnum. Í hverri íbúð er loftkæling, frítt internet og eldhús með öllu því sem þarf fyrir létta eldamennsku í fríinu. Í öllum íbúðum er líka loftkæling, sjónvarp með gervihnattastöðvum og frítt internet en jafnframt öryggishólf, teketill og ísskápur. Verönd eða svalir með útihúsgögnum ná út frá öllum íbúðum. Baðherbergin eru sérstaklega snyrtileg og vel útbúin. Þar er sturta, hárþurrka og stækkunarspegill og helstu snyrtivörur sem á þarf að halda.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem allar máltíðir eru bornar fram á girnilegu og fjölbreyttu hlaðborði. Á hótelinu er líka góður bar en þar er hægt að panta sér ljúffenga drykki til að njóta með vinum eða fjölskyldu. Einnig er lítil verslun á staðnum en fyrir þá sem vilja komast út af hótelinu af og til þá er spennandi að prófa einn hinna fjölmörgu veitingastaða eða bara sem eru í nágrenni hótelsins. Þar er einnig hægt að fara kaffihús eða jafnvel skemmtistað ef er stemning er fyrir því eftir kvöldmat.
Hótelgarðurinn er rúmgóður og fallega hannaður með það fyrir augum að gestir geti nýtt sólina sem best. Í garðinum eru tvær góðar útisundlaugar en önnur þeirra er með barnasundlaug og útsýni til hafs. Líkamsræktarstöð er á hótelinu. Svo er stutt í góðan 18 holu golfvöll. Mikið er um að vera fyrir börn á hótelinu en til dæmis er starfræktur þar krakkaklúbbur, vatnsleikjagarður, leikvöllur og sett upp skemmtidagskrá á kvöldin.
Í heildina er um að ræða góðan kost á frábærum stað í Puerto del Carmen sem er einn af vinsælustu ferðamannastöðum Lanzarote. Andrúmsloftið á hótelinu er rólegt og hótelið hentar bæði fjölskyldum og pörum eða vinahópum. Þetta er því frábær kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 9 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: Stutt á Playa Chica, um 800 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis