THB Sa Coma Platja

Vefsíða hótels

THB Sa Coma Platja hótelið er aðeins nokkra metra frá sjónum í Sa Coma á austurströnd eyjunnar. 

Í Sa Coma Platja eru 154 íbúðir. Allar eru þær með einu svefnherbergi og rúma allt að fjóra einstaklinga. Íbúðirnar eru einfaldar og þægilegar, innréttingar stílhreinar og áklæði í skærum litum. Flísar eru á gólfum. Allar vistarverur eru með loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum, síma og öryggishólfi. Í eldhúskrók er eldunaraðstaða með hellum, ísskáp og öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur er til eldamennsku. Á baðherbergjum er hárþurrka. Ókeypis þráðlaus netaðgangur er í öllum íbúðum.  Flestar íbúðir eru með sjávarsýn og svalir með húsgögnum fylgja þeim öllum.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er boði í veitingasal. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og í hádeginu og á kvöldin er boðið upp hlaðborð með úrvali heitra og kaldra rétta.

Í hótelgarðinum er góð sundlaug og einnig er þar busllaug sérstaklega ætluð börnunum. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar við sundlaugina, þar eru sólbekkir og þar sem gróðurinn veitir ekki skjól eru að sjálfsögðu sólhlífar. Í garðinum er bar sem opinn er frá kl. 18 á kvöldin og til miðnættis og þar er upplagt að vinna upp vökvatapið eftir sólböðin með svalandi drykk við hönd og gæða sér á snarli með. Gengið er beint úr sundlaugargarðinum út á ströndina.

Enginn þarf að láta sér leiðast hér, barnaklúbbur er starfræktur á hótelinu og sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Skemmtikraftar sjá um að hafa ofan af fyrir börnum og fullorðnum á daginn og einnig er oft staðið fyrir óvæntum uppákomum. Hægt er að spila billjarð, borðtennis og reyna sig í pílukasti. Þeir sem vilja meiri hreyfingu get leigt hjól á hótelinu, stundað vatnasport við ströndina eða jafnvel skotist á næsta golfvöll.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 70 km
 • Strönd: Við strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Fullt fæði
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun