fbpx Tigotan Lovers and friends, flott hótel á Tenerife

Tigotan Lovers & Friends, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Dreamplace Tigotan Lovers & Friends er sérlega flott hótel á miðri Amerísku ströndinni, ætlað 18 ára og eldri. Veitingastaðir og heilsulind í hótelinu og aðeins nokkurra mínútna gangur niður á strönd. 

Í hótelinu eru 416 herbergi, um 26 fermetrar og 50 fermetra svítur sem ætlaðar eru einum og allt að þremur fullorðnum. Innréttingar eru stílhreinar, í hvítum og björtum litum. Parkett er á gólfum. Loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging er alls staðar. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Hægt er að panta Romance herbergi þar sem svefnherbergi og baðherbergi eru í opnu rými með nuddbaðkeri og regndropasturtu og stillanlegri lýsingu.
Smart herbergi eru fyrir þá tæknivæddu, með USB-tengjum, háhraðaneti, innbyggðum hátölurum og stillanlegri lýsingu. 
Með Smart og Romance herbergjum fylgir ,"Exclusive service" en hún felur í sér hraðsuðuketil og Nespresso vél á herbergjum, slopp og inniskó, lúxus baðvörur og flösku af vatni við komu á hótel.
Einnig fá gestir í þessum herbergjum ótakmarkaðann aðgang að “Exclusive Lounge” og 1 dag í viku er hægt að borða á veitingastað hótelsins, Santa Rosa Grill.
Hægt er að kaupa aukalega "Exclusive service" með öðrum herbergjatýpum. 

Hlaðborð er á morgnana, í hádeginu og á kvöldin á Areca-veitingastaðnum og er mismunandi þema í matreiðslunni eftir dögum. Hægt er að borða inni eða úti á verönd. Santa Rosa Grill býður upp á ljúffengar steikur og fiskrétti af matseðli. Setustofubarinn er rúmgóður og veitir svalandi skjól frá geislum sólarinnar. 

Á þakveröndinni er sólbaðsaðstaða, infinity-sundlaug og nuddpottur og er óhætt að segja að útsýnið þaðan sé óviðjafnanlegt. Það nær þó ekki yfir nektarsvæðið þar sem þeir sem það kjósa geta sólað sig á Adams- og Evuklæðum. Barinn Café del Mar er einstaklega flottur og á kvöldin sér plötusnúður um fjörið. 

Í hótelgarðinum er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða í kring með bekkjum og sólhlífum, nuddpotti og Balíbeddum. Á sundlaugarbarnum er boðið upp á allar gerðir drykkja og hádegisverð af matseðli. Starfsfólk sér um skemmtidagskrá frá morgni til kvölds.
Í heilsulindinni Vitanova er gufubað og boðið er upp á alls kyns slakandi nudd- og líkamsmeðferðir, jafnvel undir beru lofti. Líkamsræktaraðstaða og hárgreiðslu- og snyrtistofa eru einnig í hótelinu.

Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er bíla- og hjólaleiga, miðaþjónusta og þvottahús.

Tigotan er glæsilegt hótel á frábærum stað á Amerísku ströndinni, aðeins ætlað fullorðnum. Það er allt til alls á hótelinu sjálfu en allt í kring er iðandi mannlíf, verslanir, veitingastaðir og afþreying af öllu tagi.

Hægt er að innrita sig fyrirfram á vefnum. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
 • Strönd: nokkurra min gangur niður á strönd
 • Miðbær: Á miðri Amerísku ströndinni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun