Tryp Ambassador
Vefsíða hótels

Hótel Tryp Ambassaor er gott 4 stjörnu hótel í hertogahöll í hjarta borgarinnar. Hótelið er í göngufæri við Puerta del Sol torgið, úrval veitingastaða, verslana og a.m.k. tveggja H&M verslana. Stór El Corte Ingles verslunarhús eru rétt hjá hótelinu og skammt frá er konungshöllin. Einnig er stutt að ganga að helstu söfnum borgarinnar, Prado, Reina Sofa og Thyssen.
Hótelið er í göngufæri við Puerta del Sol torgið, úrval veitingastaða, verslana og a.m.k. tveggja H&M verslana. Stór El Corte Ingles verslunarhús eru rétt hjá hótelinu og skammt frá er konungshöllin. Einnig er stutt að ganga að helstu söfnum borgarinnar, Prado, Reina Sofa og Thyssen.
Á hótelinu eru 179 tveggja manna herbergi, öll hljóðeinangruð með loftkælingu (hita), sjónvarpi með flatskjám og alþjóðlegum rásum, síma, þráðlausri nettengingu, án endurgjalds, smábar, öryggishólfi og hárþurrku á baði sem er með baðkari eða sturtu. Herbergjaþjónusta er í boði.
Gengið er inn í fallega gestamóttöku og við tekur björt og falleg setustofa með glerþaki. Á hótelinu eru fleiri setustofur, bar morgunverðarsalur og sérrétta veitingastaðurinn „ Invernadero“ í fallegum vetrargarði með notalegu andrúmslofti. Á barnum er hægt að panta tapas og aðra smárétti.
Þráðlaust net án endurgjalds er bæði í sameiginlegu rými og á herbergjum.
Fallegt hótel á frábærum stað, sem hentar vel fyrir einstaklinga og minni hópa.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 - 30 mín akstur frá flugvelli
- Miðbær: í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
- Veitingastaður
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf