fbpx Tryp Madrid Menfis Hotel | Vita

Tryp Madrid Menfis Hotel
4 stars

Vefsíða hótels

Nútímalegt og stílhreint hótel við Gran Via verslunarstrætið, mitt í iðandi mannlífinu í hjarta borgarinnar.

Í næsta nágrenni er fjöldi verslana, leikhúsa, veitingahúsa, safna og skemmtistaða. Spánartorgið er rétt við hótelið og Puerta del Sol torgið er í léttu göngufæri. Aðeins tekur nokkrar mínútur að ferðast með jarðlest að Retiro-lystigarðinum eða söfnum eins og Prado, Reina Sofía og Tyssen-Bornemisza.

Á hótelinu eru 112 stílhrein og fallega innréttuð herbergi sem flest rúma tvo, en einnig er hægt að fá fjölskylduherbergi sem rúma fjóra. Herbergin eru parkettlögð og búin öllum þægindum eins og loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með alþjóðlegum rásum, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka og sími og baðvörur fylgja. Háhraða nettenging er á öllum herbergjum, endurgjaldslaust.

Í veitingasalnum er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og drykkja- og snarlsjálfsalar eru á hótelinu.

Vel búin líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og er hún opin gestum endurgjaldslaust allan sólarhringinn. Móttakan er opin allan sólarhringinn og töskugeymsla er á staðnum. Boðið er upp á þvott og þurrhreinsun og starfsfólk aðstoðar við að panta miða á viðburði ef þess er óskað.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 20 km
  • Miðbær: Í miðbænum
  • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun