fbpx Unterberghof, Flachau | Vita

Unterberghof, Flachau
4 stars

Vefsíða hótels

Þægilegt og gott fjölskyldurekið hótel í Flachau. Stutt er í skíðalyftur og skíðakláf, skíðagöngubrautir og sleðabrun og þegar snjór er nægur er hægt að renna sér beint að hótelinu.

Í hótelinu eru 36 vistarverur sem skiptast í sex einstaklingsherbergi og 30 herbergi sem rúma frá tveimur og upp í fjóra. Innréttingar eru einfaldar og þægilegar og teppi eru á gólfum. Í öllum herbergjum er upphitun og þar er að finna flest það sem sjálfsagt þykir, svo sem sjónvarp með gervihnattarásum, síma, öryggishólf og smábar. Hárþurrka og baðvörur eru á baðherbergjum, í þeim flestum er sturta og sumum baðker. Við öll herbergin eru svalir. Þráðlaust netsamband er í öllum vistarverum gestum að kostnaðarlausu. 

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Girnilegt morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þar er salathlaðborð alla daga en einnig er hægt að panta rétti af matseðli. Á hótel barnum er svo hægt að slaka með ískaldan austurrískan bjór eða léttan drykk við hönd eftir langan dag í skíðabrekkunum.

Þeir sem vilja enn meiri og aðra hreyfingu en býðst í skíðabrekkunum geta nýtt sér líkamsræktaraðstöðuna á hótelinu. Aðrir kjósa fremur að slaka á í lok dags og þá er upplagt að mýkja stirða vöðva í gufubaðinu, þurrgufunni, saltvatnsgufubaðinu eða leggjast á upphitaðan bekk í hvíldarhreiðrinu. Einnig er hægt að næla sér í svolítinn lit í sólbekknum, láti sólin lítið fyrir sér fara úti við. Aldurstakmark í heilsulindina er 15 ár.

Hótel Unterberghof er frábærlega staðsett í jaðri Flachau sem tilheyrir stærsta skíðasvæði Austurríkis, Ski Amadé. Stutt er í skíðalyftur og aðeins 200 metrar í Achter Jet-skíðakláfinn. Skíðagöngubrautir og sleðabrunbrekkur eru rétt við hótelið og þar er skíða- og brettaskóli fyrir þá sem treysta sér ekki beint upp í stóru brekkurnar. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 210 km frá Munchen
  • Miðbær: Við miðbæinn
  • Skíðalyfta: 250 m
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Skemmtidagskrá
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
  • Herbergi: Taka tvo til þrjá

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun