fbpx V Hotel Dubai Curio Collection / The Cove Rotana | Vita

V Hotel Dubai Curio Collection / The Cove Rotana
5 stars

4 nætur í Dubai á V hotel Curio Collection sem er með fallegt útsýni yfir Dubai Water Canal og endurspeglar hönnunin anda borgarinnar.

Það er vel staðsett og átta kílómetrum frá miðbænum. Burj Khalifa og Dubai Mall eru í 10 mínútna fjarlægð og það eru strendur innan 10 km. Hótelið býður upp á 5 stjörnu lúxus og er með 356 herbergi og aðstaðan öll hin besta, eins og útisundlaug, barnasundlaug, líkamsræktarstöð, tveir veitingastaðir, tveir barir og tveggja hæða glæsilegur  næturklúbbur með útsýni yfir borgina.

Herbergin eru útbúin nútímaþægindum og eru öll með sjónvarpi, síma, loftkælingu, te- og kaffiaðstöðu, öryggishólfi, hárþurrku og minibar svo eitthvað sé nefnt . Hótelgestir fá einnig baðslopp, inniskó og baðstrandarhandklæði á meðan dvöl stendur.
Þetta er hótel sem kemur á óvart og gleður með einstaka, áhugaverða og sjaldgæfa upplifun

Heimasíða hótelsins

5 nætur í Ras Al Khaimah  á hótel Cove Rotana  sem er fallega staðsett við sjávarsíðuna við hinn töfrandi Persaflóa og lofar ógleymanlegri dvöl.

Þetta eftirsóknarverða fimm stjörnu hótel blandar saman heimsklassa veitingastöðum og afar glæsilegri aðstöðu með arabískum þokka og er kjörinn áfangastaður fyrir eftirminnilega dvöl. 204 stílhrein og notaleg herbergi eru ásamt 50 lúxus smáhýsa með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Góð aðstaða er fyrir hina ýmsu afþreyingu fyrir gesti á öllum aldri, þar á meðal tvær sundlaugar, barnalaug,  600 metra einkaströnd, fjölbreytt úrval af vatnaíþróttum,  líkamsræktar- og vellíðunarklúbbur með fullbúinni líkamsræktaraðstöðu og heilsulindaraðstöðu.

Fyrir matgæðinga er hótelið einn eftirsóttasti áfangastaður Ras Al Khaimah  með sína sex spennandi veitingastaði sem bjóða upp á úrval af alþjóðlegri matargerð á fallegum og spennandi stöðum, sumir með útsýni yfir ströndina og sjóinn sem svíkur engan. 

Heimasíða hótelsins

Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 5-6 dirhams á mann á nótt.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 1,5 klst. akstur til Dubai
  • Flugvöllur: 30 mín. akstur frá Ras Al Khaimah

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Vifta
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun