V Hotel Dubai / Marjan Island Resort & Spa

4 nætur í Dubai á V hotel Curio Collection sem er með fallegt útsýni yfir Dubai Water Canal og endurspeglar hönnunin anda borgarinnar.
Það er vel staðsett og átta kílómetrum frá miðbænum. Burj Khalifa og Dubai Mall eru í 10 mínútna fjarlægð og það eru strendur innan 10 km.
Hótelið býður upp á 5 stjörnu lúxus og er með 356 herbergi og aðstaðan öll hin besta, eins og útisundlaug, barnasundlaug, líkamsræktarstöð, tveir veitingarstaðir, tveir barir og tveggja hæða glæsilegur næturklúbbur með útsýni yfir borgina.
Herbergin eru útbúin nútímaþægindum og eru öll með sjónvarpi, síma, loftkælingu, te- og kaffiaðstöðu, öryggishólfi, hárþurrku og minibar svo eitthvað sé nefnt . Hótelgestir fá einnig baðslopp, inniskó og baðstrandarhandklæði á meðan dvöl stendur.
Þetta er hótel sem kemur á óvart og gleður með einstaka, áhugaverða og sjaldgæfa upplifun
5 nætur á Marjan Island Resort & Spa í Ras Al Khaimah, þar sem minningar um sól, sjó og hvítan sand bíða þín.
Hótelið er staðsett á Al Marjan eyju, sem er stórkostlegur og manngerður áfangastaður. Hann samanstendur af fjórum kóral-laga eyjum sem opnast út til glitrandi vatns við Persaflóa. Þetta er áfengislaus dvalarstaður sem er innblásinn af aldagamalli hefð arabískrar gestrisni og býður ferðamönnum að njóta þess besta í fjölskylduskemmtun, vellíðan og sólríkum ævintýrum.
Aðstaðan er hin stórglæsilegasta, en þarna eru 7 veitingastaðir og kaffihús, hægt er að láta dekra við sig á lúxus heilsulind hótelsins og á snyrtistofunni, þar sem hægt er að panta í hinar ýmsu snyrtimeðferðir. Þarna er meira en nóg fyrir alla, konur og kalla á hvaða aldri sem er. Hvort sem þú vilt drekka í þig sólina við einkaströndina, sundlaugarnar þrjár eða skella þér í vatnsíþróttir í sjónum. Ekki má heldur gleyma börnunum en þarna er sannkölluð barnaparadís og bíður þeirra undraheimur í krakkaklúbbnum. Marjan Island Resort & Spa er með 299 herbergi og er gimsteinn í kórónu Ras Al Khaimah og þú upplifir ekta arabískrar lúxus. Gerðu þig tilbúinn fyrir sannarlega eftirminnilega dvöl.
Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 6 dirhams á mann á nótt, á hótelum í Ras Al Khaimah.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 1,5 klst. akstur til Dubai
- Flugvöllur: 30 mín akstur frá Ras al Khaimah
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður