fbpx Valle del Este - golf hótel. Flottur golfvöllur við hótel.

Valle del Este
4 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Á neðstu hæðinni er bar, veitingastaður og verslun með einstaklega smekklegar golfvörur. Gestamóttaka á fyrstu hæð og þaðan er gengið út á verönd með fallegu útsýni yfir golfvöllinn

Æfingasvæðið er rétt fyrir utan hótelið og þaðan er svo örstutt á fyrsta teig. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða. Glæsileg ný Spa-aðstaða sem var opnuð á síðasta ári. Það kostar 9 evrur að nota aðstöðuna hjá þeim

Rúmgóð, björt loftkæld herbergi með svölum. Herbergin eru búin þægilegum húsgögnum, gott rúm, tveir stólar og lítið borð. Sjónvarp, sími, og smábar. Baðherbergi með baðkeri, snyrtispegli og góðum hárblásara.

Innifalið í pakkanum:
Flug

Ein innrituð taska (23 kg) og eitt golfsett (15 kg)

Akstur milli flugvallar og hótels (lágmark 12 manns)

Gisting í herbergjum m/garðsýn

*Fullt fæði

**Ótakmarkað golf með golfbíl 

Fararstjórn (m.v. lágmark 20 manns.) 

*Fullt fæði er morgun- og kvöldverðarhlaðborð á hótelinu og hádegisverður er í klúbbhúsinu skv. matseðli

**Ótakmarkað golf: Gestir okkar geta spila ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana. Fastir rástímar eru alla morgna og viðbótar golf er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum.

ATH - æfingarboltar á æfingarsvæði ásamt aðgang á stutta spils svæði er ekki innifalið í pakkanum.

Þú getur lækkað verð ferðarinnar með Vildarpunktum. 

Öll verð koma fram í bókunarvél og eru birt með fyrirvara um breytingu og eru háð lágmarksfjölda 20 manns. 

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 2 tímar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

 • Nettenging
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Gestamóttaka
 • Bar

Vistarverur

 • Herbergi
 • Ísskápur
 • Loftkæling
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Fullt fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun