Vidamar Hótel, Salgados
Vefsíða hótels

Vidamar Resorts er 5* hótel sem stendur aðeins 150 metra frá Salgados- ströndinni í sólskinsparadísinni Algarve. Á staðnum eru fjórir veitingastaðir, þrír barir og eitt kaffihús.
Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar, þar af ein upphituð og hægt að synda upp að einum hótelbarnum.
Herbergin á Vidamar Resorts-hótelinu eru ágætlega rúmgóð. Þau eru loftkæld, með sjónvarpi, þráðlausum netaðgangi, og svölum. Svalirnar eru með útsýni annaðhvort yfir hótelsvæðið, náttúruverndarsvæðið og golfvöllinn, pálmagarðana og sundlaugarnar eða út á hafið.
Veitingastaðir:
Á Ocean-veitingastaðnum er borinn fram morgunverður á hlaðborði og þar er einnig hægt að snæða kvöldverð.
Á Sabor a Mar er boðið upp á portúgalska rétti af matseðli auk léttra rétta og er staðurinn opinn yfir daginn. Mamma Mia sérhæfir sig í ítalskri matreiðslu eins og nafnið gefur til kynna. Koi býður upp á japanska rétti af matseðli, til dæmis sushi, og er opinn á kvöldin.
Auk ofantalinna veitingastaða eru þrír barir og eitt kaffihús á hótelsvæðinu.
Innifalið í verði hótelsins er hálft fæði sem er morgunverður og kvöldverður á Ocean veitingastaðnum. Vilji gestir hótelsins borða kvöldverð á öðrum veitingastöðum dregst ákveðin upphæð frá málsverðinum.
Allir gestir 16 ára og eldri hafa aðgang að líkamsræktinni og heilsulindinni Atlantic.
Við hótelið er hinn glæsilegi 18 holu Salgados-golfvöllur með öllum þægindum svo sem búningsaðstöðu, klúbbhúsi, golfverslun með gott úrval, golfbílum o.fl. o.fl. Þar er einnig starfræktur golfskóli með fyrirtaks æfingaaðstöðu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 45 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu
- Strönd: 150 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Herbergi: Herbergi standard og pool view
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði