Vista Club, Santa Ponsa
Vefsíða hótels

Vista Club hótelið er fjölskylduvænt íbúðahótel staðsett í bænum Santa Ponsa, aðeins 300 metra frá ströndinni. Yndislegt útsýni er úr íbúðunum yfir Santa Ponsa flóa.
Íbúðirnar eru látlausar, bjartar og fallega innréttaðar, allar með loftkælingu og útsýni yfir sjóinn eða sundlaugarsvæðið. Hægt er að velja ýmist stúdíó eða íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að 6 einstaklinga. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og skipt er um handklæði á tveggja daga fresti. Bar og veitingastaður er á hótelinu en einnig eru margir barir, veitingastaðir og verslanir í göngufæri við hótelið. Borgin Palma er aðeins í 20 mínútna akstursfjarlægð.
Athugið að hótelið hentar ekki þeim sem eiga erfitt með gang þar sem margar tröppur liggja upp að hótelinu.
Fjarlægðir
- Strönd: 300 metrar
- Veitingastaðir: 5 mín gangur
- Flugvöllur: 30 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Án fæðis