fbpx Vital Suites, Playa del Inglés | Vita

Vital Suites, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Vital Suites:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Vital Suites er gott hótel á frábærum stað á ensku ströndinni á Kanarí. Útsýni er yfir golfvöllinn í Maspalomas. Einnig er fallegt útsýni yfir sandöldurnar og vitann. Stór innisundlaug og heilsulind. Nokkurra mínútna gangur í miðbæinn á Ensku ströndinni, Yumbo-verslunarmiðstöðina og korter niður á strönd.

Í hótelinu eru 56 herberg, um 60 fermetrar að stærð, ætlaðar allt að þremur fullorðnum. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í hvítum og ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling, smábar, sími, tvö flatskjársjónvörp með gervihnattarásum, þráðlaus nettenging, vaskur, hraðsuðuketill, örbylgjuofn og leirtau. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka, baðsloppar og baðvörur. 

Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum Panorama í sundlaugargarðinum, með útsýni yfir Maspalomas-golfvöllinn og sandöldurnar. Frá hádegi og fram á kvöld eru miðjarðarhafsréttir í boði af matseðli auk sérvaldra víntegunda. Eldhúsið er opið frá 13 til 18 en barinn er opinn fram á kvöld.
Í hótelgarðinum er góð sundlaug með fallegri brú og sérlaug fyrir börnin.

Það sem gerir þetta þægilega hótel enn betra en ella er heilsulindin sem er af bestu gerð. Innilaugin er 500 fermetrar með 34°C saltvatni, nuddtúðum og fossum. Boðið er upp á gufuböð og þurrgufu, leirböð, ilmolíugufuböð og nudd-, líkams- og snyrtimeðferðir af öllum gerðum. Þar er einnig líkamsræktaraðstaða. Hægt er að panta einkaþjálfara, sjúkraþjálfara og sjúkranuddara.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta, farangursgeymsla og hjólaleiga.

Vital Suites henta öllum þeim sem vilja næra líkama og sál, á rólegu svæði, með golfvöllinn á aðra hönd og Ensku ströndina á hina. Stórgóð heilsulind þar sem  boðið er upp fjölda meðferða. Tíu mínútna gangur í Yumbo-verslunarmiðstöðina, korter niður á strönd og allra handa afþreying á láði og legi allt um kring.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 33 km
 • Miðbær: Nokkurra mínútna gangur í miðbæ Ensku strandarinnar.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun