Westbury

Vefsíða hótels

Hótel Westbury tilheyrir hótelkeðjunni „Leading hotels of the World“ og er best staðsetta fimm stjörnu hótel borgarinnar. Stendur við Grafton stræti í hjarta Dyflinnar og er hreint ómótstæðilegt. 

Stór og glæsileg setustofa, bar og veitingastaður bjóða gesti velkomna og síðdegis er setustofan gjarnan vel setin enda afar vinsælt að setjast niður í eftirmiðdagste á hótel Westbury. 

Á hótelinu er tækjasalur og þráðlaust internet í sameiginlegum híbýlum og á herbergjum.  Innangengt er í lítið verslunarhús með fallegum verslunum.

Á hótelinu eru 205 glæsileg herbergi með hlýlegum litum og vönduðum húsgögnum.  Þau eru öll nýlega endurnýjuð.  Af aðbúnaði má  nefna góð rúm og rúmfatnað af bestu gerð.  Á baðherberginu eru „Acqua Di Parma „ snyrtivörur og hárþurrka.  Í svefnherberginu er  32“ sjónvarp og fín expresso kaffivél, sími, smábar og öruggishólf.

Algjört draumahótel í alla staði.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Minibar

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun