fbpx The Westin Excelsior, Flórens | Vita

The Westin Excelsior, Flórens
5 stars

Vefsíða hótels

Gullfallegt lúxushótel á frábærum stað við Ognissanti-torg, við bakka árinnar Arno í hjarta borgarinnar. Stutt frá  Ponte Vecchio og helstu söfnum, kirkjum og kennileitum.

171 vistarvera er í þessu glæsilega og íburðarmikla hóteli, herbergi sem rúma einn til þrjá einstaklinga og svítur sem rúma allt að fjóra. Antíkhúsgögn prýða hlýlegar vistarverurnar og í þeim er hátt til lofts og vítt til veggja. Ýmist er steinn eða viðarparkett á gólfum. Loftkæling, sími, 32 tommu flatskjársjónvarp og smábar eru í öllum herbergjum. Baðherbergi eru klædd Carrara-marmara í hólf og gólf og þar er hárþurrka, baðvörur, baðsloppar og inniskór. Þráðlaus nettenging er á herbergjum, gegn gjaldi.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er í Caminetto-salnum. Veitingastaðurinn SE.STO On Arno er á þakveröndinni er nútímalega innréttaður og þar er boðið upp á Miðjarðarhafsrétti af bestu gerð. Glerveggir umkringja veitingastaðinn og barinn og því er útsýnið þaðan óviðjafnanlegt. ORVM barinn er á jarðhæðinni og þar væsir ekki um neinn innan um hvítan marmara og leðurklædd húsgögn og veggi. Þar fæst úrval kokteila auk léttra rétta.

Góð líkamsræktaraðstaða er í hótelinu og kort með hlaupaleiðum í nágrenninu liggja í móttökunni. Ekki þarf að hafa áhyggjur af að hafa gleymt æfingagallanum heima því að föt og skór fást leigð gegn vægu gjaldi. Hægt er að panta nudd upp á herbergin en þeir sem vilja aðrar meðferðir og slaka á í heitum potti hafa aðgang að heilsulindinni í hótelinu á móti.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er töskugeymsla og boðið er upp á gjaldeyrisskipti, þvottaþjónustu, þurrhreinsun og strauningu.

The Westin Excelsior er lúxushótel í hallarbyggingu frá endurreisnartímanum á frábærum stað á bökkum Arno. Stutt er í verslanir, söfn og öll önnur helstu kennileiti borgarinnar. Fjöldi veitingahúsa og bara er í nágrenninu og aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga að hinni einstöku brú Ponte Vecchio.

 

 

 

 

 

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: 900 metrar eða um 10 mín gangur

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Líkamsrækt
  • Nettenging: Þráðlaust net án endurgjalds í gestamóttöku en gegn gjaldi á herbergjum

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Morgunverður
  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun