fbpx White Palace, Rethymnon | Vita

White Palace, Rethymnon
5 stars

Vefsíða hótels

Mjög góð hótelsamstæðuna sem stendur við einkaströnd í Rothymnon. Lúxus og fegurð og öll aðstaða til fyrirmyndar.

Í hótelsamstæðunni eru 263 nýuppgerðar eða nýbyggðar rúmgóðar vistarverur sem skiptast í herbergi, svítur, íbúðir og raðhús. Innréttingar eru sérhannaðar og einstaklega stílhreinar og fallegar. Hvítir litir eru ráðandi en púðar og skrautmunir eru í björtum litum. Lofkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, ísskápur, öryggishólf, aðstaða til að laga te og kaffi og þráðlaust netsamband er í öllum vistarverum og fyllt er á smábar gegn gjaldi. Á baðherbergjum eru baðsloppar, inniskór og strandhandklæði, auk hárþurrku og baðvara.

Við allar vistarverur eru svalir eða verönd með húsgögnum. Útsýni er ýmist yfir hafið eða hótelgarðinn og upp til fjalla.

Á hlaðborðsveitingastaðnum eru ljúffengir heitir og kaldir, þjóðlegir og alþjóðir réttir í boði og hægt er að fylgjast með kokkunum matreiða. Á White The Club er útsýnið óviðjafnanlegt yfir hafið og þar er boðið upp á sjávarrétti og hefðbundna Miðjarðarhafsrétti af matseðli. Við hótelsundlaugina er Fico d‘India þar sem í boði eru hefðbundnir grískir réttir úr fersku hráefni auk hefðbundnari rétta og úrvals alls kyns drykkja. Á Island-barnum er oft mikið fjör og þar þeytir plötusnúður skífum á kvöldin. Fleiri barir eru á hótelinu, hver öðrum glæsilegri.

Við samstæðuna eru fjórar saltvatnslaugar, þar af ein busllaug fyrir börnin. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með bekkjum og sólhlífum við laugar og sturtum við ströndina. Skemmtidagskrá er allan daginn fyrir alla aldurshópa. Bíósýningar eru undir beru lofti á kvöldin. Starfsfólk sér um að hafa ofan af fyrir börnunum á leiksvæði og sérstök dagskrá er fyrir unglingana.

Á hárgreiðslu- og snyrtistofunni er boðið upp á nudd og ýmsar meðferðir. Skartgripaverslun og lítil kjörbúð eru í samstæðunni og auk þess er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta í boði.

White Palace er lúxushótelsamstæða við ströndina í Rethymnon. Hér er svo sannarlega hægt að njóta lífsins og láta dekra við sig. Gylltur sandur og tær sjórinn nægir sumum en fyrir aðra er næga afþreyingu að hafa, tennisvellir eru í hótelgarðinum og boðið er upp á strandblak og margar gerðir vatnasports við ströndina. Hægt er að leigja fjallahjól í nágrenninu, fara í gönguferðir, skoða gamla bæinn og ótalmargt fleira.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 76 km, 1 klst og 15 mín
  • Miðbær: 8,4 km
  • Strönd: Einkaströnd við hótelið
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Íbúðir
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Íbúðir
  • Verönd/svalir
  • Ísskápur
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun