Hilton Brighton Metropole Hotel
Vefsíða hótels

Glæsilegt, fjölskylduvænt hótel á góðum stað, stutt frá miðbæ Brighton, ströndinni og Victoria Gardens. Húsið var reist árið 1890 í glæsilegum Viktoríönskum stíl, og allur aðbúnaður og þjónusta er fyrsta flokks.
Á rúmgóðum herbergjum eru flatskjáir, internet gegn gjaldi, öryggishólf sem rúma fartölvu, skrifborð, smábar, straujárn og -borð, hárþurrka og búnaður til að gera kaffi.
Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að fá snyrti- og vellíðunarmeðferðir, líkamsrækt, sundlaug og sauna.
Einnig eru tveir veitingastaðir, annarsvegar Waterhouse - með breska og evrópska rétti og sjávarsýn, og hins vegar Waterhouse Bar & Terrace - með létta rétti, afslappað andrúmsloft og gott úrval drykkja.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 44 km frá Gatwick
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum en í herbergjum gegn gjaldi
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Hárþurrka
- Kaffivél
- Minibar
- Sjónvarp