Abades Recogidas
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað við eina af aðalverslunargötunum í hjarta miðbæjarins. Helstu kennileiti í léttu göngufæri. Veitingastaðir, verslanir og kaffihús allt um kring og stutt í almenningssamgöngur.
Í hótelinu eru 50 einstaklega fallega innréttaðar vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúm frá einum upp í þrjá einstaklinga og svítur ætlaðar tveimur. Innréttingar eru stílhreinar og hlýlegar, í hvítum og brúnum litum. Viður er millibrúnn í innréttingum og parketti á gólfum. Listaverk prýða veggi og jafnvel loft í sumum herbergjum. Loftkæling og upphitun er alls staðar, flatskjársjónvarp, smábar og öryggishólf sem rúmar fartölvu. Á baðherbergi er baðker með sturtu, hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu alls staðar í hótelinu.
Morgunverðarhlaðborð er alla daga í veitingasal með góðu úrvali af heitum og köldum réttum. Enginn veitingastaður er í hótelinu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu. Þar er einnig farangursgeymsla og aðstoð veitt við bílaleigu og miðakaup.
Abades Recogidas er frábær kostur fyrir þá sem vilja gista bókstaflega í miðju borgarinnar. Staðsetningin er frábær, við eina helstu verslunargötuna og í fimm mínútna göngufjarlægð frá Plaza Nueva. Nóg er af verslunum, frábærum veitingastöðum og skemmtilegum veitingastöðum í öllum næstu götum og öll helstu kennileiti eru í léttri göngufjarlægð og auðvelt að komast að Alhambrahöllinni með almenningssamgöngum.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í hjarta miðbæjarins
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður