Vincci Albayzin, Granada
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað í hjarta borgarinnar. 10 mínútur gangur að miðaldahverfinu Albayzin og önnur helstu kennileiti í léttu göngufæri. Kaffihús og veitingastaðir allt um kring og 40 metrar í El Corte Inglés verslunarmiðstöðina.
108 herbergi og svítur eru í hótelinu, ætluð frá einum upp í þrjá einstaklinga og einnig er hægt að fá samliggjandi fjölskylduherbergi. Innréttingar eru klassískar og stílhreinar, í ljósum hlutlausum litum. Marmaraflísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp, smábar, öryggishólf og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka og baðvörur.
Hótelbyggingin er í klassískum andalúsískum stíl en einnig gætir arabískra áhrifa, sérstaklega í innri garðinum sem er með glerþaki og hýsir sælkeraveitingastaðinn Gran Patio La Acequia, einn þeirra bestu í borginni. Einnig er huggulegur bar og kaffihús í hótelinu með úrvali te- og kaffidrykkja auk léttvíns, kokteila, tapas og annarra léttra rétta. Morgunverður er af hlaðborði og eru glútenlaust brauðmeti í boði.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, með nýlegum tækjum, og er tilvalið að slaka á í gufubaðinu eftir að góða æfingu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta auk bílaleigu og hjólaleigu.
Vincci Albayzin er fallegt hótel á besta stað í hjarta borgarinnar, spottakorn frá miðaldahverfinu Albayzin og í léttu göngufæri við öll helstu kennileiti borgarinnar fyrir utan Alhambrahöllina sem er í 2 kílómetra fjarlægð. Skemmtilegar verslanir, veitingastaðir og kaffihús eru í götunum í kring og þeir sem ætla að nota tækifærið til innkaupa eru aldeilis á rétta staðnum því að El Corte Inglés verslunarmiðstöðin er rétt við hliðina. Almenningssamgöngur eru í næstu götum.
Fjarlægðir
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Miðbær: 10 mínútur gangur að miðaldahverfinu Albayzin
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður