Ingólfur Níels Árnason
Fararstjóri
Ingólfur hefur búið í Róm í 16 ár og unnið sem fararstjóri á Ítalíu í næstum 25 ár. Hann lærði leikstjórn í ítölsku leiklistarakademíunni en þar sérhæfði hann sig í óperuleikstjórn.
Ingólfur Níels Árnason er fyrrverandi framkvæmdastjóri Norræna listamannasetursins í Róm og núverandi ráðgjafi og verkefnastjóri hjá setrinu ásamt því að vinna að leiklistar og leiðsögu verkefnum á Ítaíu.
Hann hefur búið í Róm í 16 ár en hann lærði leikstjórn í ítölsku leiklistar akademíunni þar í borg, sérhæfði sig í óperuleikstjórn og hefur starfað sem leikstjóri bæði á Íslandi og Ítalíu. Hann hefur unnið sem fararstjóri bæði á Íslandi og á Ítalíu í rúmlega 25 ár. Hann hefur farið ótal ferðir um borgir Ítalíu, Feneyjar, Flórens, Palermo og Sikiley alla en Róm er þar sem hjartað hans slær. Hann sérhæfir sig í gönguferðum um Róm þar sem ferðalangar hafa haft á orði að þeim finnist þeir upplifa hina fornu Róm á eigin skinni undir hans leiðsögn.
Ingólfur er reynslumikill fararstjóri með mikla þekkingu á menningu, listasögu og almennri sögu Ítalíu.