fbpx La Siesta, fínt hótel, Ameríska ströndin.

La Siesta, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

La Siesta er gott hótel, vel staðsett á Playa de las Americas ströndinni. Hótelið er þriggja hæða bygging, U-laga, með fallegum garði, sundlaug og barnalaug, heilsulind og skemmtidagskrá.
Stutt er til strandarinnar og göngugatna þar sem verslanir, barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og örstutt yfir að hótelunum Villa Cortes, Vulcano, Bitácora og Parque Santiago.

Hótelið býður upp á skemmtidagskrá á hverjum degi fyrir alla aldurshópa. Leikir í sundlauginni á daginn og lifandi tónlist, skemmtiatriði og diskó á kvöldin. Á staðnum er hárgreiðslustofa, heilsurækt, tækjasalur og heilsulind. Heilsuræktin er innifalin ef þú ert gestur á La Siesta, utanaðkomandi geta þó borgað inn til að fá aðgang. Heilsulindin er innifalin fyrir þá sem hafa bókað á  „Club Alexandre”  herbergjunum. Þar er upphituð inni sundlaug. 

Hægt er að velja um að gista í hefðbundnum herbergjum eða svokölluðum „Club Alexandre”  herbergjum. Venjulegu herbergin eru misstór, en öll rúmgóð. Þau eru loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi, síma öryggishólfi og litlum setkrók. Einnig er hægt að fá smábar gegn greiðslu en ekki er hægt að fá tóman smábar/ísskáp.
Club Alexandre herbergin eru jafn stór og hefðbundin herbergi, en þau eru öll með garðsýni og betur útbúnum baðherbergjum. Kaffivélar fylgja þessum herbergjum en kaffihylki aðeins við komu á hótelið. Eftir það þarf að kaupa kaffihylkin en þau eru meðal annars seld í móttökunni. Gestir fá einnig baðsloppa og inniskó. 
Nettenging er gegn gjaldi en getur verið hæg og er misjöfn milli herbergja. Netið hefur verið í lagi í sameiginlegu rými hótelsins.
Hægt er að panta herbergi með hjólastólaaðgengi. Herbergin eru flest með baðkar. 

„Magic Park“ eða Töfragarðurinn, er  skemmtigarður sem staðsettur er á hótelinu og er hugsaður fyrir börn á öllum aldri. Garðurinn skiptist í tvö svæði. Annars vegar svæði fyrir krakka á aldrinum 2-9 ára. Á því svæði eru rennibrautir, ýmis leiktæki, leiksvið og aðstaða þar sem krakkar geta litað og málað. Hins vegar er svæði fyrir eldri börn og fullorðna með leiktækjum, fótboltaspilum, keilu, borðtennis, biljarð-borðum o.fl. Greiða þarf fyrir aðgang að flestum tækjunum.
Einnig er aðgengi að ,,Paddle Court" sem er svipaður og tennisvöllur.

„El Drago“ er veitingasalur hótelsins, bjartur og huggulegur. Þar ganga gestir að morgunverði og kvöldverði af hlaðborði.  Hægt er að skipta út kvöldverði fyrir hádegisverð.  Snakkbar er á sundlaugarsvæðinu og á hótelinu er einnig þægilegur píanóbar þar sem gjarnan er skemmtidagskrá á kvöldin.

Vikulega eru þemakvöld á hótelinu og eru þau ýmist inni eða úti. Þar má nefna Kanaríeyjakvöld, ítölsk kvöld og grillveislu í garðinum.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 15 min akstur
  • Frá miðbæ: Er í hjarta Playa de las Américas
  • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

  • Nettenging: Gegn gjaldi, en athugið að hún getur verið misjöfn milli herbergja.
  • Handklæði fyrir hótelgarð: Handklæði fyrir sundlaugargarð kosta 0,50 cent pr dag. Hægt er að leiga þau í móttöku.
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi: Herbergjategund: "Standard" og "Club Alexandre" herbergi
  • Minibar
  • Kaffivél: Fylgir Club Alexandre herbergjunum
  • Loftkæling
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun