Senator Barcelona Spa Hotel
Vefsíða hótels

Glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í norðurhluta borgarinnar, aðeins steinsnar frá Camp Nou, Plaça d'Espanya og jarðlestastöð þaðan sem leiðir liggja til allra átta.
Í hótelinu eru 213 rúmgóð herbergi frá 20 upp í 36 m2, vel búin öllum helstu þægindum. Parket er á gólfum og hljóðeinangrun frábær með tvöföldu gleri í gluggum og tvöfaldri hurð. Rúm eru stór og þægileg. Í öllum herbergjum er loftkæling, vifta í lofti, sjónvarp með fjölda rása, hljómtæki með geislaspilara, bakki með te og kaffi, straujárn og strauborð, og baðsloppa er hægt að panta. Flestum herbergjum fylgir einnig flaska af lindarvatni, hægindastólar og öryggishólf. Hraðvirk þráðlaus nettenging fæst gegn gjaldi. Frítt er fyrir börn undir 12 ára ef notuð eru þau rúm sem fyrir eru í herbergjunum.
Á Com Sempre-veitingastaðnum á hótelinu er matur af hlaðborði þar sem boðið er upp á bæði katalónskar og alþjóðlegar kræsingar. Að sjálfsögðu er glæsilegt morgunverðarhlaðborð í boði.
Píanóbar er opinn frá morgni til miðnættis eða lengur alla daga vikunnar, tilvalinn til að slaka á yfir góðu glasi. Eins og nafn hótelsins bendir til er heilsulind (spa) á staðnum, þó ekki ókeypis. Þar er einnig líkamsræktaraðstaða. Útisundlaug er við hótelið, opin á sumrin.
Aðstaða er til faxsendinga og ljósritunar og góð funda- og ráðstefnuaðstaða með öllum búnaði sem til þarf.
Hótelið stendur við Cardenal Reig, rétt hjá Camp Nou, heimavelli FC Barcelona, eins frægasta og dáðasta fótboltafélags í heimi. Stutt er niður á Plaça d'Espanya sem er eitt helsta og mikilvægasta torg borgarinnar við rætur Montjuïc-hæðar þar sem sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1992. Aðeins nokkur hundruð metrar eru í næstu jarðlestastöð sem flytur ferðalanga hratt og örugglega hvert sem er í borginni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 12 km
- Miðbær: 7 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Veitingastaður
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Hárþurrka
- Kaffivél
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf