Vila Gale Lagos

Vila Galé Lagos hótelið er staðsett við Meia Praia ströndina með frábæru útsýni yfir hafið. Þetta nútíma hótel var innréttað með tísku í huga af nokkrum af frægustu hönnuðum Portúgals, það ber vel þess merki hvert sem litið er á hótelinu. Herbergin eru rúmgóð og þægileg. Þráðlaust netsamband er á öllum svæðum á hótelinu. Það er 1200 fermetra sundlaug í garðinum ásamt heilsulind með innanhúslaug og líkamsræktarsalur. Þrír veitingarstaðir eru á svæðinu, tennisvellir, fótboltavöllur og púttgrín. Ströndin er í göngufæri þar sem hægt er að stunda alls kyns vatnasport. Stutt er í miðbæ Lagos, sögulegur bær með þröngum götum, börum og veitingarstöðum. Í Lagos er einnig að finna smábátahöfn og strendurnar Praia da Dona Ana og Praia do Camilo.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 mín akstur frá Faro flugvelli
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði