fbpx Best Tenerife, Playa de las Américas | Vita

Best Tenerife, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Huggulegt hótel á frábærum stað, í hjarta Amerísku strandarinnar, aðeins 300 metra frá Las Vistas ströndinni. Heilsulind, hlaðborðsveitingastaður og krakkaklúbbur. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlíf allt um kring.

Í hótelinu eru 399 snyrtileg herbergi, ætluð allt að tveimur fullorðnum og tveimur börnum. Tvö tvíbreið rúm eru í herbergjunum,þar sem tveir, þrír eða fjórir gista saman, en tveir geta gist í sama rúmi.  Innréttingar eru smekklegar, í millibrúnum við og björtum litum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf gegn gjaldi og ókeypis þráðlaus nettenging. Fyllt er á smábar gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur. Fjölskylduherbergin eru á neðstu hæð. Senator-herbergin eru á efri hæðum hótelsins og þar eru innréttingar nútímalegri í ljósum við og litum. Þeim fylgir aðstaða til að laga te og kaffi, vatn á flöskum, baðsloppar og inniskór auk aðgangs að verönd með balíbeddum og nuddpottum. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum.

Hlaðborðsveitingastaðurinn er opinn á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og þar má fylgjast með kokkunum að störfum. Auk sundlaugarbarsins er diskó og píanóbar þar sem ljúfir lifandi tónar hljóma á kvöldin.
Í hótelgarðinum eru tvær skemmtilegar sundlaugar, með sólbekkjum og sólhlífum í kring, og hægt er að ganga á brú yfir aðra þeirra. Önnur er hituð upp yfir kaldari mánuði. Sérlaug er fyrir börnin og dagskrá allan daginn sem endar á krakkadiskói seinnipartinn. Afþreyingardagskrá er einnig allan daginn fyrir þá eldri.

Heilsulindin er nútímaleg með lítilli laug með nuddi og vatnsfossum. Þar er gufubað og hvíldarhreiður og boðið upp á vatns- og hitameðferðir, handa-, fóta- og höfuðnudd, paranudd og aðrar nudd- og snyrtimeðferðir af öllu tagi. Líkamsræktaraðstaðan er ágæt.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hraðbanki, bílaleiga, lítil kjörbúð og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Best Hotel er á hreint frábærum stað í iðandi mannlífinu í hjarta bæjarins. Afþreying á hótelinu fyrir alla fjölskylduna, bæði fjör og fullkomin slökun. Einungis 300 metrar á ströndina og veitingastaðir, verslanir, barir og afþreying af öllu tagi í götunum í kring.

 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 17 km
  • Frá miðbæ: Í hjarta bæjarins
  • Frá strönd: 300 m á strönd
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar: Gegn gjaldi
  • Expresso kaffivél: Nei
  • Loftkæling
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka
  • Sturta: Ýmist er baðkar eða sturta. Ath "walk in shower" þarf að panta fyrirfram

Fæði

  • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun