Valdimar Örn Flygenring
Fararstjóri
„Valdimar Örn Flygenring hefur rennt sér á skíðum í liðlega 50 ár og starfrækti skíðaskóla í Bláfjöllum ásamt öðrum í nokkur ár. Hann er leikari og leiðsögumaður að mennt.
Hann er fæddur árið 1959 og hefur rennt sér á skíðum frá því að hann var 6 ára gamall. Á unglingsárunum keppti hann á skíðum og síðar starfrækti hann skíðaskóla í Bláfjöllum ásamt öðrum í nokkur ár. Hann er leikari að mennt og starfaði sem slíkur í ein 23 ár bæði hjá Þjóðleikhúsinu, LR, og LA.
Árið 2006 venti hann kvæði sínu í kross fór í leiðsögunám og útskrifaðist frá leiðsöguskóla MK, með gönguleiðsögn sem sérsvið og hefur unnið sem leiðsögumaður, aðallega á stórum jeppum og jöklar eru náttúrulega uppáhalds staðirnir.
Valdimar Örn féll fyrir skíðasvæðum Ítalíu fyrir nokkrum árum og hefur auk þessu skíðað víða í Evrópu, Austurríki, Þýskalandi, og Frakklandi. Hluti af þeirri skíðamennsku er ferð á fjallaskíðum frá Chamonix til Zermatt sem er 180 km leið farin á 6 dögum.
Hvannadalshnjúkur, Eyjafjallajökull, Snæfellsjökul og fleiri staðir hér heima eru einnig spennandi að hans mati.
Valdimar er í sambúð og eiga hann og sambýliskonan alls fimm uppkomin börn og tvö barnabörn.
Þess má geta í lokin að hann er auglýsingarödd skíðaverslunarinnar Alpanna.“
Ferðir:
-
Verð frá
211.400kr
á mann í tvíbýli með morgunmat, 11.janúar - 7nætur