fbpx Radisson Blu Es. | Vita

Radisson Blu Es.
5 stars

Vefsíða hótels

Radisson Blu ES í Róm er nútímalegt og fallegt  fimm stjörnu hótel, með tveimur veitingastöðum og bar.  Hótelið er gegnt frá Termini-lestarstöðinni í miðborg Rómar og aðgangur að þráðlausu interneti er ókeypis. Á hótelinu er glæsileg heilsulind.

Á hótelinu eru 232 stílhrein og rúmgóð herbergi, öll í björtum litum, frá eins manns upp í svítur. Herbergin eru að sjálfsögðu búin öllum þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi með flatskjá,  ókeypis netaðgangi, síma, smábar og öryggishólfi.  

Á efstu hæð hótelsins er sundlaug, sem er opin á sumrin. Á sömu hæð er heilsulindin sem er auðvitað opin allt árið og þar er tækjasalur, nuddpottur og nuddarar og snyrtifræðingar bjóða þjónustu sína gegn gjaldi.

Veitingastaðirnir Zest og Sette eru á efstu hæð og bjóða upp á sælkeramatargerð og blöndu af ítölskum og alþjóðlegum réttum. Á barnum á efstu hæð er gjarnan lifandi tónlist á föstudagskvöldum. Í hótelinu er ráðstefnusalur sem rúmar allt að 300 manns, upplagt fyrir árshátíðahópa.

Um 20 mín gangur er að Colosseum og um hálftíma tekur að ganga að helstu stöðum miðborgarinnar.  Staðsetningin er gegnt lestarstöðinni og tekur augnablik að komast á helstu staði miðborgarinnar.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 32
  • Miðbær: Í göngufæri
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging
  • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
  • Sundlaug: Á þakinu ásamt verönd

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun