fbpx Magic Tropical Splash, Benidorm | Vita

Magic Tropical Splash, Benidorm
3 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Fjölskylduvænt Íbúðahótel með vatnsrennibrautagarði og skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóræningjaþema, heilsulind og stutt í ströndina og nálæga skemmtigarða.

Íbúðarhótelið er með 326 íbúðir sem henta fjölbreyttum fjölskyldugerðum, en í boði eru allt frá tveggja manna íbúðum upp í 8 manna. Þær eru einfaldar en bjartar og rúmgóðar með flísum á gólfi. Allar íbúðirnar eru með a.m.k. tvö herbergi og eitt baðherbergi, loftkælingu, tvö sjónvörp, síma, ísskáp og eldunaraðstöðu sem er mismunandi milli íbúða. Baðherbergin eru flísalögð með baðkari og sturtu, hárblásara og snyrtispegli. Flestar hafa svalir eða verönd með útihúsgögnum.  Ath sumar íbúðatýpur eru ekki með stofu.

Silver íbúðir eru 2ja herbergja með 2 x 90 cm rúmum í báðum herbergjum.

Gold íbúðir eru 2ja herbergja með stærri rúmum í öðru herberginu, 2 x 135 cm. Aukarúmin 2 x 90 cm.

Hótelið er einnig með Platinium íbúðir með þremur svefnherbergjum. Í öllum standard Platinium íbúðum eru 2 x 90 cm rúm.  

Á hótelinu eru fjölbreyttir veitingastaðir og snarlbarir. Morgunmatur er borinn fram af hlaðborði. Við sundlaugina er hægt að fá léttar máltíðir og drykki. Einnig eru á hótelinu þemabarir og kaffitería þar sem hægt er að gæða sér á ljúffengum veitingum. Þvottaaðstaða er á hótelinu sem þarf að greiða fyrir aukalega.

Hótelgarðurinn er 3000m² meðal annars er þar sjóræningjaþemagarður með vatnsrennibrautum, sjóræningjaskipi og fleiri vatnaskemmtunum. Í garðinum er gríðarstór sundlaug með nuddpotti sem er bara fyrir fullorðna og gott sólbaðssvæði þar sem hægt er að slaka á og njóta sólarinnar á góðum sólbekkjum. Á hótelinu er líkamsræktarstöð og heilsulind.

Krakkaklúbbur sér um að skemmta börnunum en á hótelinu er líka leiksvæði þar sem má finna ýmsar afþreyingar. Inni er hægt að leika sér í fjölbreyttum tölvuspilum og prófa sig áfram með sýndarveruleika. Ef stefnan er tekin út af hótelinu er stutt á Poniente ströndina en þar er til dæmis hægt að prófa ýmsar vatnaíþróttir. Miðbær Benidorm, þar sem er fullt af skemmtilegum börum, veitingahúsum og verslunum, er svo í um 15 mínútna bílferð í burtu. Á hótelinu eru frí bílastæði svo hægt er að leigja sér bíl og fara í könnunarleiðangur um svæðið.

Magic tropical splash íbúðahótelið er staðsett nálægt ströndinni, rétt fyrir utan Benidorm

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 52 km
  • Frá strönd: nálægt strönd
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnaleiksvæði
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Íbúðir
  • Ísskápur
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun