fbpx Puro hotel | Vita

Puro hotel
4 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel í þessari heillandi hafnarborg. Frábær staðsetning í hjarta borgarinnar og helstu áfangastaðir eru í göngufjarlægð.

Hótelið býður bæði upp á eins til tveggja manna herbergi og litlar svítur. Herbergin eru nýtískulega innréttuð, stílhrein og björt en þau nýta náttúrulega lýsingu. Hönnun er öll hin snyrtilegasta og innréttingar eru smekklega valdar. Á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er frítt internet, loftkæling, kósý lýsing, flatskjár, smábar, öryggishólf, sími og skrifborð. Einnig eru spjaldtölvur í boði fyrir gesti hótelsins. Baðherbergin eru stúkuð af með glerveggjum sem hægt er að draga tjöld fyrir til að fá betra næði. Að öðru leyti eru baðherbergin flísalögð en þar eru sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur.

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir/barir; Dancing Anchor þar sem hægt er að velja sér rétti af girnilegum matseðli og Ink sem er gastropub. Auðvelt er að komast af hótelinu á góða veitingastaði og bari í grenndinni en einnig er skemmtilegur bar á þaki hótelsins. Að lokum er auðvitað hægt að láta færa sér mat upp á herbergið.

Glæsileg líkamsræktarstöð er til staðar fyrir alla sem hafa áhuga á að hreyfa sig í fríinu en þar er hægt að sprikla á eigin vegum eða fara í tíma. Skipulagðar gönguferðir, jóga og pilates er meðal þess sem er hægt að taka þátt í. Á hótelinu er einnig heilsulind þar sem hægt er að fara í gufubað eða lyktarmeðferð, bóka nudd eða snyrtimeðferð. Ef gesti langar til að fara út að hjóla er mögulegt að fá hjól lánuð án endurgjalds. Það er frábær skemmtun að hjóla um og skoða gamla bæinn, Stare Miasto, en hótelið stendur rétt við hafnarsvæðið.

PURO er stílhreint hótel og fullkomið fyrir heimsóknina þína til Gdansk. Njóttu þess að kanna sögu og menningu þessarar gömlu borgar en koma svo heim á hótel í öll þægindi nútímans. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 18 km
  • Miðbær: Í hjarta Gdansk
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun