Meliá Plaza
Vefsíða hótels

Reisulegt hótel á frábærum stað í hjarta Valencia. Verslanir, veitingahús, menning og sögufræg kennileiti eru í göngufjarlægð frá hótelinu og örstutt er í næstu neðanjarðarlestarstöð þar sem hægt er að taka lestina beint niður á strönd.
Á hótelinu eru 101 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð, þægileg, hljóðeinangruð og björt. Stíllinn er einfaldur en veggir eru ljósmálaðir og parket eða fallegar flísar á gólfi. Herbergin eru öll með loftkælingu, sjónvarpi með gervihnattarásum, fríu interneti, öryggishólfi, litlum ísskáp og sjónvarpi með gervihnattarásum. Sum herbergjanna eru með svalir. Baðherbergin eru með sturtu, ókeypis baðvörum og hárþurrku.
Veitingastaðurinn Plaza Restaurant er staðsettur á hótelinu og hefur skapað sér gott orðspor fyrir góðan mat og almennilega þjónustu. Staðurinn sérhæfir sig í Miðjarðarhafsréttum og lögð er áhersla á gott hráefni og ferskar fisk- og kjötafurðir. Einnig er hann þekktur fyrir gott úrval af hrísgrjónaréttum. Hægt er að njóta matar og drykkjar innandyra eða á veröndinni í fallegu umhverfi. Gestir hótelsins geta einnig pantað veitingar upp á herbergi til sín. Á veitingastaðnum er hægt að kaupa morgunmat af hlaðborði og svo er bar í gestamóttökunni þar sem hægt er að slaka á yfir drykk.
Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða, hægt að skella sér í gufubað og uppi á þakinu er sólbaðsverönd og nuddpottur. Þrjár stærstu verslunargötur borgarinnar eru í nágrenni við hótelið og stutt er að fara til að skoða helstu kennileiti og sögufræga staði í þessari þriðju stærstu borg Spánar sem er þekkt fyrir fallega byggingarlist og gott andrúmsloft. Lestarstöðin er aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð en einnig er hægt að leigja bíl hjá hótelinu.
Meliá Plaza er góður kostur fyrir alla þá sem heimsækja Valencia. Þetta er þægilegt hótel, í fallegri klassískri byggingu á frábærum stað í miðju borgarinnar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Miðbær: Í hjarta Valencia
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Án fæðis