Thon Hotel Brussels
Vefsíða hótels

Líflegt hótel sem er staðsett í hjarta Brussel rétt við aðalverslunargötuna og bara í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Grand Place. Þægindin eru í fyrirrúmi á þessu glæsilega hóteli og auðvelt að komast allt, gangandi eða með almenningssamgöngum.
Herbergin á hótelinu eru 454 talsins og skiptast þau í tveggja manna herbergi og svítur. Hönnunin á herbergjunum er falleg og innréttingar eru snyrtilega hannaðar í björtum tónum með smá lit í bland. Á gólfum er ljóst teppi. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt Internet, kaffi- og tekanna, öryggishólf, flatskjársjónvarp, sími, lítill ísskápur og skrifborð. Baðherbergi eru flísalögð og þar er bað með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er borinn fram morgunverður á girnilegu hlaðborði. Hótelbarinn er afar góður og býður upp á bragðgóða kokteila og frábært úrval af belgískum bjórum. Þar er hægt að horfa á myndbönd eða spila billjarð. Á hótelinu er einnig svokallaður Grab‘n‘go snarlbar sem er opinn allan sólarhringinn en þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af réttum og drykkjum. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða þar sem hægt er að taka vel á því og hvíla sig svo í slökunarlindinni eftir æfinguna. Slökunarherbergið er á efstu hæðinni og þar er sána með einstakt útsýni yfir borgina. Einnig er þar leikjaherbergi ef ferðamenn vilja afþreyingu á borð við fótboltaspil, pílukast og sýndarveruleikaherbergi.
Við hótelið eru bílastæði fyrir þá sem hafa áhuga á að leigja sér bíl og skoða borgina eða nágrenni hennar.
Aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga að næstu neðanjarðarlestarstöð svo það er auðvelt að komast á milli staða í borginni en einnig eru margir helstu áfangastaðir borgarinnar í stuttri göngufjarlægð frá hótelinu.
Hótelið er því góður kostur fyrir alla sem heimsækja Brussel, hvort sem það er í viðskiptaerindum eða til skemmtunar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Miðbær: Göngufjarlægð frá Grand Place
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Morgunverður