fbpx Es Saadi Marrakech Resort | Vita

Es Saadi Marrakech Resort
5 stars

Vefsíða hótels

Es Saadi hótelið er fimm stjörnu lúxushótel sem staðsett er í hjarta Hivernage hverfisins í Marrakech. Hótelið er aðeins í um 5 mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum.

Á hótelinu eru 150 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, svítur og íbúðir af ýmsum stærðum. Stíllinn er hefðbundinn marokkóskur, veggir eru ljósmálaðir og húsgögn eru úr viði en litagleði gætir í textílnum. Herbergin eru rúmgóð og þau eru öll með loftkælingu, fríu interneti, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, míníbar, öryggishólfi og skrifborði. Einnig eru svalir eða verönd með útihúsgögnum við hvert herbergi. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru bæði baðkar og sturta, hárþurrka, sloppur, inniskór og helstu snyrtivörur.

Morgunverður er borinn fram daglega af girnilegu hlaðborði en einnig er hægt að óska þess að fá morgunverð upp á herbergið. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir þar sem boðið er upp á franska og marokkóska matargerð úr lífrænu hráefni af svæðinu. Tveir barir eru á hótelinu þar sem boðið er upp á svalandi drykki sem gestir geta notið innandyra eða utandyra.  

Í hótelgarðinum er stór sundlaug og góð aðstaða til sólbaðsiðkunar. Á hótelinu eru tvær heilsulindir þar sem er hægt að fara í sánu, tyrkneskt bað og bóka sér nuddmeðferðir. Einnig er aðstaða til líkamsræktar og tennisvöllur. Lítil verslun er einnig á hótelinu. Á daginn er krakkaklúbbur með skipulagðri skemmtun fyrir börnin. Theatro næturklúbburinn er vinsæll meðal hinna fullorðnu en þar eru skemmtanir á kvöldin.

Es Saadi hótelið er hentugt fyrir þá sem vilja vera í góðu hverfi sem er stutt frá miðbænum og allri þeirri menningu sem hann hefur upp á að bjóða. Á hótelinu er hægt að bóka skutlur sem eru þægileg og örugg leið til að komast á milli staða.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 5,2 km

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun