Suites & Villas by Dunas, Maspalomas
Vefsíða hótels

Suites & Villas by Dunas er glæsilegt og fjölskylduvænt íbúðahótel á góðum stað í Maspalomas nálægt golfvellinum og þjóðgarðinum. Nærumhverfi hótelsins er rólegt en stutt er í fjörið við ströndina fyrir þá sem vilja það.
Á hótelinu eru eins til tveggja herbergja svítur, fjölskyldusvítur og villur sem henta ólíkum hópum ferðamanna. Í þeim er allt sem þarf til að njóta frísins í sólinni; loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum og lítill ísskápur, verönd með útihúsgögnum og útsýni yfir garðinn. Í villunum eru auk þess eldhús með örbylgjuofni. Hönnun hótelsins er einstök þarna um slóðir því það er í lágreistum byggingum sem staðsettar eru í gríðarstórum og fallegum hótelgarði.
Hægt er að kaupa hálft fæði eða allt innifalið. Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði á veitingastað þar sem einnig er boðið upp á hádegis- og kvöldverð. Á morgnana eru bæði kaldir og heitir réttir í boði. Réttirnir eru að mestu alþjóðlegir en notað er gott hráefni og ferskt sjávarfang frá svæðinu. Á daginn er snarlstaður opinn við sundlaugina þar sem hægt er að ná sér í gos og bjór til að kæla sig niður í sólinni og svo er bar í anddyri hótelsins. Einnig er rekið kaffihús á hótelinu þar sem hægt er að fá kaffi, kökur og kokteila en það er sjálfstætt og því eru réttirnir þar ekki innifaldir í verðinu.
Í hótelgarðinum er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar, þrjár sundlaugar sem eru upphitaðar á veturna og heitur pottur. Umhverfi garðsins er náttúrulegt, með pálmatrjám og fallegum plöntum. Góð aðstaða er fyrir börn á hótelinu. Í garðinum er vatnsleikjasvæði og skemmtilegt leiksvæði, þar er starfræktur krakkaklúbbur og haldnar eru skemmtanir fyrir börn. Á hótelinu er svo líkamsræktarstöð, upplýstur tennisvöllur og hægt að panta ýmsar dekurmeðferðir, til dæmis nudd og húðmeðferðir.
Dunas: Hotel Suites & Villas hentar sérstaklega vel fyrir pör, fjölskyldur og golfara sem vilja rólegan og friðsamlegan stað til að slaka á og hafa opið svæði í kringum sig.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 35 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Frá strönd: Stutt á strönd, 1 km í Maspalomas strönd
- Frá miðbæ: Í göngufjarlægð
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Íbúðir
- Minibar
- Kaffivél
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði