Minoa Palace, Platanias
Vefsíða hótels
Glæsilegt hótel í stórum og fallegum garði. Frábær aðstaða, framúrskarandi þjónusta, dýrindis matur – eitt besta hótelið í Platanias
Herbergi eru rúmgóð og í þeim öllum eru loftkæling, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, smábar, öryggishólf og svalir. Á baðherbergjum eru baðsloppar og hárþurrka.
Herbergi eru í þremur byggingum, aðalbyggingu, hliðarbyggingu (2ja hæða hliðarbyggingu sem hótelið kallar "bungalows) og "Imperial herbergi" í byggingu neðan við aðalgötuna og liggur við ströndina.
Imperial byggingin er tengd við hótelið með göngubrú.
Í sundlaugargarðinum eru fjórar laugar og tveir nuddpottar. Einnig tennisvöllur og lítill fótboltavöllur. Fyrir börnin er barnalaug, leiksvæði, leikherbergi og klúbbur fyrir 4-10 ára.
Í heilsulindinni er upphituð innilaug með grynnra svæði fyrir börnin, sauna og nuddpottur. Gestir hótelsins hafa aðgang að vel búinni líkamsrækt. Í boði að fá andlits-, snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferðir. Við ströndina er hægt að prófa ýmis vatnasport.
Fjórir veitingastaðir eru á hótelinu, Elia, Thalassa, Ta Nissia og Galazio. Í boði er morgunverður, hálft fæði eða fullt fæði. Hálft fæði samanstendur af morgunverði og kvöldverði af hlaðborði án drykkja á veitingastaðnum Elia. Fullt fæði samanstendur af morgunverði, hádegisverði og kvöldverði af hlaðborði án drykkja á veitingastaðnum Thalassa eða á "a la carte" veitingastaðnum Ta Nissia í hádeginu. Ef gestir í hálfu eða fullu fæði vilja fara á sérréttastaðinn Galazio fá þeir 40% afslátt af matseðli án drykkja. Gestir þurfa að hafa samband við móttöku hótelsins áður. Fjórir barir eru á hótelinu; píanóbar í móttökunni, sundlaugarbar, snarlbar við ströndina og sjónvarpsbar. Einnig matvöruverslun.
Hótelið er beggja vegna við aðalgötuna í Platanias og er brú þar yfir.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 4 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 29 km - 30 - 40 mín akstur
- Miðbær: í miðbæ Platanias
- Strönd: 50 - 200 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Fullt fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður