Erna Kristín
Fararstjóri
Stofnandi síðunnar ,,Jákvæð líkamsímynd" og höfundur bókarinnar ,,Fullkomlega Ófullkomin" er fararstjóri ferðarinnar.
Erna (Ernuland) er einnig stofnandi síðunnar ,,Jákvæð líkamsímynd" á facebook og hefur síðustu 2 ár verið talskona fyrir jákvæða líkamsímynd og haldið marga fyrirlestra og námskeið fyrir fólk á öllum aldri.
Erna er fædd 1991 og er guðfræðingur að mennt og hefur mikinn áhuga á fólki, list, ferðast og líkamsvirðingu. Erna mun setja fram lètta & skemmtilega dagskrá þar sem við tökum skref fyrir skref í átt að jákvæðri líkamsímynd, slökum á, fáum dekur og skemmtum okkur saman á eyjunni Tenerife.