fbpx Enotel Lido, Madeira | Vita

Enotel Lido, Madeira
4 stars

Vefsíða hótels

Enotel Lido er fimm stjörnu lúxushótel á Madeira. Allt innifalið, spennandi valkostir í mat og skemmtun, stórfenglegt umhverfi og margt fleira gerir hótelið að frábærum valkosti fyrir alla sem vilja gera fríið algjörlega ógleymanlegt.

Á hótelinu eru 317 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og fallegar svítur. Herbergin eru rúmgóð og björt með fallegri lýsingu og snyrtilegum innréttingum. Húsgögn eru í klassískum litum með smá blöndu af fallegum sterkari litum inn á milli. Á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er frítt internet, loftkæling, teketill, vinnuaðstaða, sími, flatskjársjónvarp með fjölmörgum stöðvum, öryggishólf og míníbar. Á baðherbergjum er baðkar með sturtu, hárþurrka, sloppar og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum þar sem hægt er að njóta útsýnis út á hafið.

Á hótelinu eru allar máltíðir og flestir drykkir innifaldir. Hótelið býður upp á þrjá bari og fimm veitingastaði. Morgunverður, hádegisverður, snarl og kvöldverður, vín, bjór og kokteilar er á meðal þess sem er innifalið. Gott úrval er á aðalveitingastað hótelsins en hægt er að velja sér sjálfur mat af girnilegu hlaðborði eða af matseðli. Svo eru þemaveitingastaðir þar sem eru ljúffengir réttir í boði, til dæmis portúgalskir, ítalskir og japanskir. Barir hótelsins bjóða upp á svalandi og bragðgóða drykki sem dásamlegt er að njóta með vinum og fjölskyldu.

Á hótelinu eru sundlaugar, bæði innan- og utanhúss ásamt heilsulind þar sem hægt er að slaka á og skella sér í gufu eða bóka sér nudd og fleiri meðferðir. Á hótelinu eru líka líkamsræktarstöð, leikjaherbergi, verslanir, krakkaklúbbur og heilsugæsla. Ýmislegt er hægt að gera sér til skemmtunar á hótelinu, til dæmis koma reglulega skemmtikraftar þangað og sýna listir sínar.

Í heildina er Enotel Lido Madeira góður valkostur fyrir fjölskyldur, pör eða vinahópa sem vilja eiga notalegt og skemmtilegt fríá fyrsta flokks hóteli í sólinni á Madeira.

Fjarlægðir

  • Strönd: Við sjóinn

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun