fbpx Rio Sol, Puerto Rico | Vita

Rio Sol, Puerto Rico
3 stars

Vefsíða hótels

RioSol-íbúðahótelið í Puerto Rico á Gran Canaria stendur uppi á hæð og þaðan er frábært útsýni yfir dvalarstaðinn.

Íbúðirnar eru rúmgóðar með einu svefnherbergi.Þær rúma allt að fjóra og sofa þá tveir á svefnsófum. Vel búin eldhúsaðstaða er í íbúðunum með eldunargræjum, örbylgjuofni, ísskáp og öðru því helsta sem þarf að vera í hverju eldhúsi. Á verönd eru sólbekkir, stólar og borð. Skipt er reglulega um rúmföt og handklæði. Hægt er að fá netaðgang og sjónvarp gegn aukagjaldi en þráðlaust net í móttöku er ókeypis.

Góð aðstaða er í boði fyrir hótelgesti. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að skipta gjaldeyri eða panta bílaleigubíl ef fólk vill skoða sig um á Gran Canaria. Tvær sundlaugar eru við hótelið, önnur stærri og óupphituð, sú minni upphituð og hentar börnum. Bar er við sundlaugina og kvöldskemmtanir eru bæði fyrir börn og fullorðna auk þess sem barnaklúbbur með ýmsum viðfangsefnum er starfræktur á daginn. Veitingastaður og verslun með nauðsynjar er á hótelinu. Lyfta gengur frá hótelgarðinum niður á götu sem styttir spölinn niður í bæ og á ströndina. Fyrir utan stansar strætó sem gengur til Puerto Rico eða á Amadores-ströndina. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 40-50 km
  • Miðbær: 300 metrar í veitingastaði, bari og verslanir
  • Veitingastaðir: Já
  • Strönd: 1,5 km

Aðstaða

  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Skemmtidagskrá
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Nettenging: Frítt í gestamóttöku

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Ísskápur
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun