Barbados Servatur, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Barbados-íbúðahótelið er vel staðsett á Ensku ströndinni (Playa del Inglés) við hliðina á Las Camelias og í nágreni Roque Nublo.
Íbúðirnar eru einfaldar en búnar helstu þægindum og opnast út á svalir. Í eldhúskróknum er eldunaraðstaða, ísskápur, örbylgjuofn, kaffivél og teketill auk nauðsynlegra eldhúsáhalda. Öryggishólf er í íbúðinni. Sjónvörp eru í íbúðunum og hægt er að leigja kvikmyndir. Baðherbergi er annaðhvort með baðkeri eða sturtu. Allar íbúðir eru með 2 svefnherbergjum og taka allt að 4 fullorðna og 1 barn.
Sundlaug er við hótelið og einnig sérstök barnalaug. Við sundlaugina eru sólbekkir og sólhlífar. Lítil matvöruverslun/sjoppa er á staðnum og bar er við sundlaugina. Þráðlaus netaðgangur er á opnum svæðum (gegn gjaldi) svo og tölvuaðstaða.
Enska ströndin er þekkt fyrir fjörugt mannlíf, veitingahús og bari. Frá hótelinu er stutt á ströndina og skammt undan er hin glæsilega Yumbo-verslunarmiðstöð. Þar eru verslanir af öllu tagi veitingahús og barir við allra hæfi og stórmarkaðirnir CITA og Kasbah. Fyrir þá sem hafa gaman af að taka hring eða tvo á golfvellinum er ekki langt að fara á golfvellina Maspalomas, Meloneras, Salobre eða Anfi Tauro. Þá er vatnsskemmtigarðurinn Aqualand einnig í Maspalomas.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: 300 metrar í veitingastaði, bari og verslanir
- Strönd: 2 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Íbúðir: Íbúðir m/2 herbergjum. Allar íbúðir eru með 2 svefnherbergjum og taka allt að 4 fullorðna og 1 barn.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis