Occidental Fuengirola
Vefsíða hótels

Occidental Fuengirola er glæsilegt og nútímalegt hótel í hjarta Costa del Sol. Hótelið er frábærlega staðsett við göngugötuna sem liggur meðfram strandlengjunni. Líflegt umhverfi og stutt í verslanir, veitingastaði og bari.
Á hótelinu eru 316 herbergi af ýmsum stærðum; einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð og björt, veggir eru málaðir í ljósum litum og húsgögn eru hvít. Fallegt parket er á gólfum. Herbergin hafa flest sjávarsýn svo frá svölunum er glæsilegt útsýni út á Miðjarðarhafið og hægt að fylgjast með iðandi strandlífinu. Á hótelinu er frítt internet, herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, míníbar, skrifborði, síma og öryggishólfi. Baðherbergin eru afar snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, þar á meðal er hægt að velja sér mat af hlaðborði en svo er snarlbar við sundlaugina og bar í anddyrinu. Einnig er kaffihús á hótelinu og stutt í fjölbreytta veitingastaði við göngugötuna en einnig eru matvöruverslanir í grennd við hótelið.
Í hótelgarðinum er öll aðstaða hin glæsilegasta, stór sundlaug og nóg pláss fyrir sólböðin. Einnig er þar sundlaug sem er upphituð yfir vetrartímann svo hægt er að njóta þess að synda í svalandi vatninu allt árið um kring. Aðeins nokkur skref eru frá hótelinu niður á strönd. Góð líkamsræktaraðstaða er á staðnum og ýmislegt hægt að finna sér að gera í nágrenninu.
Occidental Fuengirola er því frábær kostur fyrir pör eða fjölskyldur, hvort sem planið er letilíf við sundlaugina, fjör á ströndinni, að fara út á lífið eða skella sér í golf.
Auðvelt er að komast frá hótelinu á alla helstu áfangastaði á svæðinu, t.d. í vatnsleikjagarðinn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 km
- Strönd: 500m í Playa de Santa Amalia
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt þráðlaust net
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður