La Minería, Roquetas de Mar
Vefsíða hótels

La Minería er reisulegt og fallegt íbúðahótel á góðum stað rétt hjá göngugötunni sem liggur meðfram strandlengjunni í Roquetas de Mar. Í næsta nágrenni eru heillandi sandar eyðimerkurinnar og La Serena ströndin.
Á hótelinu eru 126 íbúðir sem skiptast í íbúðir fyrir tvo til þrjá fullorðna eða í mesta lagi tvo fullorðna og tvö börn. Íbúðirnar eru bjartar, snyrtilegar og vel skipulagðar búnar öllu því sem þarf til að gera fríið afslappað og skemmtilegt. Eldhúsið er vel skipulagt og þar má finna allt það helsta sem þarf til matargerðar í fríinu, ísskáp, örbylgjuofn, kaffivél, þvottavél o.fl. Í íbúðunum er að auki loftkæling, frítt internet, sjónvarp og sími. Allar íbúðirnar eru með góðar svalir, flestar með sjávarsýn og útsýnið er mjög fallegt. Baðherbergið er rúmgott og bjart með flísum á gólfum, hárþurrku, sturtu og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem boðið er upp á hlaðborð með Miðjarðarhafsréttum og gott úrvali af meðlæti. Á hótelinu er einnig kaffihús/bar, sérstakt reykingasvæði og dansgólf þar sem er hægt að taka snúning eða syngja karaoke.
Í hótelgarðinum er stór sundlaug sem er lokuð á veturna en inni á hótelinu er einnig góð, upphituð innanhússsundlaug og líkamsræktaraðstaða. Við sundlaugina er nóg af sólbekkjum og góð aðstaða til þess að slaka á í sólinni.
Í heildina er La Minería hótelið gott hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og fjölbreytta hópa ferðamanna sem vilja vera í íbúð á eigin vegum. Gestamóttakan er björt og falleg og er hún opin allan sólarhringinn svo starfsfólk er tilbúið að gefa gestum ráðleggingar um allt er tengist fríinu og skipulagi þess; til dæmis aðstoða við að bóka skemmtigarða, vísa til vegar eða bóka tíma á golfvelli. Skelltu þér til Almería í sólina!
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 35 mín
- Strönd: 50 m
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis