Tropical Sol, Albufeira
Vefsíða hótels

Hotel Tropical Sol er frábært íbúðahótel í Areias de São João hverfi í Albufeira. Skemmtilegur og vinsæll áfangastaður, þægilegt veðurfar og allt til alls fyrir yndislegt frí í sólinni!
Á hótelinu eru 75 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og eins til tveggja manna íbúðir. Íbúðirnar eru ólíkar að hönnun en eiga það sameiginlegt að vera bjartar og snyrtilegar með hvítmálaða veggi og stóra glugga. Þær eru með öllum helstu húsgögnum og ljósar flísar eru á gólfum. Út frá hverri íbúð eru svalir eða verönd með útihúsgögnum og útsýni út í sundlaugargarðinn svo hægt er að setjast út í sólbað eða slaka á og njóta kyrrðarinnar á kvöldin. Í öllum íbúðum er loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattarásum, sími og öryggishólf. Þar er lítið eldhús með öllu því helsta sem þarf til að sinna matargerð í fríinu, þar á meðal ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist og tekatli. Baðherbergin eru flísalögð en þau eru með baðkari og sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er veitingastaður/kaffihús þar sem hægt er að kaupa morgunverð og kaffiveitingar yfir daginn og í hótelgarðinum er snarlbar þar sem hægt er að panta sér bragðgóða drykki og léttar máltíðir. Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir eru í næsta nágrenni og einnig eru verslanir nálægt.
Hótelgarðurinn er rúmgóður en þar er dásamlega svalandi sundlaug, góð sólbaðsaðstaða við sundlaugarbakkann og að auki sólbaðsverönd með nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Þeir sem eru ekki hrifnir af sólböðum geta kíkt á leikjaherbergið, sjónvarpsherbergið eða spilað billjarð. Á hótelinu eru líka tennisvellir og svo er stutt í golfið.
Staðsetning hótelsins er góð, öll helsta þjónusta er í grenndinni og hótelið er í göngufjarlægð frá næstu strönd. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn og starfsfólk er alltaf tilbúið til að aðstoða við að plana fríið og til dæmis leigja bíl en frí bílastæði eru við hótelið.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 40 mín
- Strönd: 15 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis