Apartamentos Guinate Club, Puerto del Carmen
Vefsíða hótels

Apartamentos Guinate Club er lágreist og snyrtilegt íbúðahótel á góðum stað í Puerto del Carmen.
Á hótelinu eru aðeins 41 íbúð sem gerir það að verkum að gestir geta verið í rólegheitum og út af fyrir sig. Íbúðirnar eru eins til tveggja herbergja. Íbúðirnar eru bjartar og nútímalegar með fallegum húsgögnum og öllum sem þarf til að eiga yndislega daga í sólinni. Í öllum íbúðum eru loftkæling, internet, sjónvarp með alþjóðlegum stöðvum og öryggishólf. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum svo gestir geta notið þess að sitja utandyra án þess að fara nokkurn tímann út úr íbúðinni. Lítið en fullbúið eldhús er í öllum íbúðum en þar er ísskápur og einnig örbylgjuofn. Baðherbergin eru rúmgóð og snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar er sturta og hárþurrka.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem er hægt að panta ýmsa rétti frá Kanaríeyjum í bland við alþjóðlega rétti. Í hótelgarðinum er svo lítill veitingastaður sem einnig er bar. Þar er boðið upp á morgunverð og kvöldverð, snarl yfir daginn, ís og drykki. Einnig er hægt að panta mat til að njóta í íbúðinni. Á vínseðlinum er úrval góðra víntegunda frá svæðinu, girnilegir kokteilar og blandaðir drykkir og sömuleiðis frískandi ávaxtasafar sem gera lífið við sundlaugarbakkann einfaldlega betra. Eitt kvöld í viku er boðið upp á lifandi tónlist á hótelbarnum.
Hótelgarðurinn er kósý en þar er góð sundlaug og nóg af sólbekkjum til að slaka á og sleikja sólina.
Í heildina er Guinate Club frábær kostur fyrir þá sem vilja vera svolítið út af fyrir sig í fríinu. Gestamóttakan á hótelinu er opin allan sólarhringinn og vingjarnlegt starfsfólk aðstoðar gesti við hvað sem kemur upp á í fríinu. Hægt er að panta meðferðir á heilsulind, fá aðstoð við að leigja bíl, leigja hjól eða skipuleggja dagsferðir um þessa fallegu eyju.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 9 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: 750 m í Playa Chica
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis